Fara í efni
Umræðan

Legudeild með óborganlegu útsýni

Þegar ég nýlega sá að byggja ætti nýja legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) og hún ætti að vera til innan fimm ára datt mér í hug grein sem ég skrifaði fyrir ekki löngu um viðbyggingu við SAk og taldi að byggja ætti við sjúkrahúsið til austurs og suður Tónatröðina. Þarna væri aldeilis upplagt að byggja legudeildina með t.d. stóra glugga til austurs en sú átt er ekki mjög stíf hér á Akureyri en útsýnið óborganlegt niður Spítalabrekkuna, hluta Innbæjarins svo ég tali nú ekki um áhorf á yndislegan Pollinn og Vaðlaheiðina. Þetta væri auðvitað frábær staðsetning fyrir nýja viðyggingu legudeildarinnar. Kemst ekki hjá að nefna, sem til tals hefur komið, himinháa byggð fjölbýlishúsa í Spítalabrekkunni sem fjöldi manns hefur mótmælt eðlilega og algjört glapræði væri að leyfa að byggja.

Hjörleifur Hallgríms er eldri borgari á Akureyri

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45