Fara í efni
Umræðan

Kór Akureyrarkirkju býður upp á raddprufur

Kór Akureyrarkirkju auglýsir nú eftir nýjum félögum fyrir komandi starfsár sem verður bæði fjölbreytt og spennandi. Á árinu fagnar kórinn 80 ára afmæli sínu og mun í því tilefni flytja fjölbreytta tónlist. „Þetta áttræða afmælisbarn ber aldurinn einstaklega vel og sjaldan verið
glæsilegra,“ segir í tilkynningu.

Á dagskrá verða meðal annars Óttusöngur að vori eftir Jón Nordal, eitt magnaðasta tónverk íslenskrar kórhefðar. Þar að auki eru fastir liðir eins og Jólasöngvar Akureyrarkirkju sem fluttir eru á hverju ári fyrir fullu húsi. Svo auðvitað afmælismessa kirkjunnar þar sem haldið verður upp á
afmæli kórsins og kirkjunnar en hún fagnar 85 ára afmæli, segir í tilkynningunni.

„Við viljum hvetja alla sem hafa áhuga á kórsöng, hvort sem þeir hafa mikla reynslu eða eru að stíga sín fyrstu skref, að taka þátt í þessu afmælisári með okkur. Tekið er á móti öllum röddum í prufu en karlar eru sérstaklega hvattir til að sækja um.“ segir Þorvaldur Örn, kórstjóri Kórs Akureyrarkirkju.

„Í raun má hugsa um að þátttaka í kór er ókeypis tónlistarnám þar sem að kórfélagar kynnast fjölbreyttri tónlist, öðrum söngvurum en ekki síst sinni eigin rödd. Þá hefur einnig farið vel á að pör og hjón fari saman í kórinn iðki þannig þetta skemmtilega áhugamál í sameiningu.“

Æfingar kórsins fara fram á þriðjudagskvöldum í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Nánari upplýsingar og skráning fer fram hjá Þorvaldi á thorvaldurorn@akirkja.is

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30