Fara í efni
Umræðan

Kaupmenn! Látið verðið sjást á vörunum

Kaupmenn! Látið verðið sjást á vörunum.

Svo hljómaði áskorun Neytendasamtakanna til kaupmanna strax á upphafsári samtakanna árið 1953. Á þessum árum var engin skylda að verðmerkja vörur en svo er aldeilis ekki í dag enda rík ástæða til.

Á samkeppnismarkaði er verðlag frjálst. Það þýðir að seljendur mega verðleggja vörur sínar og þjónustu eins og þeim sýnist. Það er svo neytenda að ákveða hvort þeir eru tilbúnir að borga uppsett verð. Ein forsenda þess að frjáls samkeppni komi neytendum til góða er að upplýsingar um verð séu aðgengilegar og réttar. Ef verð er á huldu geta neytendur ekki valið hagkvæmasta kostinn og veitt seljendum nauðsynlegt aðhald. Þetta er ástæða þess að það er beinlínist skylt lögum samkvæmt að verðmerkja alla vöru og þjónustu sem stendur neytendum til boða.

Úr fyrsta tölublaði rits Neytendasamtakanna sem kom út árið 1953.

Verðmerkingar eru ekki val

Nú þegar verðbólga er viðvarandi er ekki síst mikilvægt að verðvitund okkar neytenda sé góð og þar eru verðmerkingar lykilþáttur. Neytendastofa fer með eftirlit með verðmerkingum og reglurnar eru skýrar; vörur skulu verðmerktar hvar sem þær eru til sýnis og hjá þjónustufyrirtækjum á verðskrá að vera sýnileg á áberandi stað. Seljendum ber því lögum samkvæmt að sjá til þess að viðskiptavinirnir sjái svart á hvítu hvað hlutirnir kosta. Þetta virðist þó flækjast fyrir allt of mörgum og hefur Neytendastofa því neyðst til að leggja stjórnvaldssektir á seljendur sem ekki láta segjast. Fjöldi sekta á undanförnum árum sætir furðu og augljóst að gera þarf betur.

Neytendasamtökin endurtaka því 70 ára gamla hvatningu til kaupmanna um að verðmerkja vörur sínar. Aðhaldið þarf þó líka að koma frá okkur neytendum og við eigum ekki að vera feimin að gera kröfur um að reglum sé fylgt. Skortur á verðvitund getur nefnilega reynst okkur dýrkeyptur.

Brynhildur Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53