Fara í efni
Umræðan

Kathryn Hughes er frábær höfundur

AF BÓKUM – 46

Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri segir lesendum Akureyri.net alla þriðjudaga frá bók eða bókum. Uppátækið vekur vonandi athygli á bókakosti safnsins, þar sem af nógu er að taka, og glæðir áhuga sem flestra á bóklestri.
 

Í dag skrifar Eydís Stefanía Kristjánsdóttir_ _ _

Gleymda nistið eftir Kathryn Hughes

Kathryn Hughes er frábær höfundur. Bækurnar hennar: Bréfið, Leyndarmálið, Minningarskrínið, Lykilinn og Gleymda nistið eru með betri bókum sem ég hef lesið.
 
Gleymda nistið fjallar um unga stúlku sem ólst upp með móður sinni í fátækt. Þær voru alltaf bara tvær, hún vissi ekki hver faðir sinn var og móðir hennar hafði slitið sambandi við foreldra sína. Þegar móðir hennar hverfur flytur stúlkan til móður ömmu sinnar. Hvað varð um mömmu hennar, hver var faðir hennar og afhverju var ekkert samband á milli móður hennar og ömmu? Í bókinni fylgjumst við með stúlkunni í fortíð og nútíð og fáum innsýn í ótrúlegt líf móður hennar og fáum svör við mörgum spurningum sem legið hafa á stúlkunni í mörg ár.
 
Sagan er fléttuð svo skemmtilega saman. Við ferðumst í tíma og á milli landa, milli kynslóða og milli ólíkra sögupersóna. Í byrjun eru mörgum spurningum ósvarað og maður gerir sér hugmyndir um réttu svörin sem verða síðan einhver allt önnur þegar lengra líður á bókina. Þegar síðan allt smellur á rétta staði í lokin fær maður svörin og sagan öll skýrist fyrir manni. Það er svo hugljúft þegar öll púsluspilin smella saman og maður fær heildarmynd af sögunni.
 
Eina slæma við bókina er að hún endar of fljótt. Ég vil vita meira!

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30