Fara í efni
Umræðan

Kári Gautason lánaður til HK út leiktíðina

Kári Gautason í síðasta leiknum með KA í bili, Evrópuleiknum gegn Silkeborg á fimmtudaginn var. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnudeild KA hefur lánað hægri bakvörðinn Kára Gautason til 1. deildarliðs HK út þetta keppnistímabil. Kári er 21 árs uppalinn KA-maður en hefur fengið færri tækifæri með KA-liðinu í ár en í fyrra. Hann hefur leikið 30 leiki í efstu deild, flesta þeirra á síðasta tímabili. Hann kom líka við sögu í öllum leikjum KA í bikarkeppninni í fyrra, þegar liðið hampaði bikarmeistaratitlinum.

Kári hefur einnig leikið með Dalvík/Reyni og Magna á ferlinum og eina mark hans í meistaraflokki var einmitt sigurmarkið í 3:2 sigri Dalvíkur/Reynis gegn Völsungi sumarið 2023, þegar Dalvík/Reynir bar sigur úr býtum í 2. deild.

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00