Fara í efni
Umræðan

KA úr leik eftir hetjulega baráttu

Vonbrigði KA-manna leyndu sér vitaskuld ekki þegar Tonni Adamsen gerði þriðja mark sitt og Silkeborgar í seinni hálfelik framlengingarinnar. Adamsen er fyrir miðri mynd en KA-mennirnir eru, frá vinstri, Rodri, Hans Viktor Guðmundsson og Bjarni Aðalsteinsson. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA er fallið úr Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu; danska liðið Silkeborg hafði betur á Greifavelli KA í kvöld, 3:2 eftir framlengingu. Staðan var 2:2 eftir hinar hefðbundnar 90 mínútur.

Tapið var gríðarlega svekkjandi því KA fékk upplögð færi til að gera fleiri mörk. Það fengu Danirnir reyndar líka og Steinþór Már Auðunsson markvörður KA varði til dæmis vítaspyrnu strax á upphafsmínútum leiksins. Þegar staðan var enn 2:2 í framlengingunni fékk KA dauðafæri og eftir að Silkeborg gerði þriðja markið átti Ásgeir Sigurgeirsson skot í stöng, Dagur Ingi Valsson fékk frákastið en markvörðurinn varði skot hans.

Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði fyrra mark KA úr víti eftir rúman hálftíma, kom KA þá í 1:0, og Viðar Örn Kjartansson jafnaði í 2:2  á 85. mínútu.

Meira á eftir

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30