Fara í efni
Umræðan

KA tekur á móti Vestra í bikarkeppninni í kvöld

Bjarni Aðalsteinsson kastar sér fyrir skot Gunnars Jónasar Haukssonar leikmanns Vestra þegar liðin mættust á Akureyri í 3. umferð Bestu deildar karla. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið KA í knattspyrnu mætir Vestra frá Ísafirði á KA-vellinum, Greifavellinum, í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í kvöld kl. 18.

KA-menn fóru alla leið í úrslitaleikinn í fyrra, en lutu í lægra haldi gegn Víkingum, 1-3. Vestri féll hins vegar úr leik strax í 64ra liða úrslitum keppninnar eftir tap fyrir Gróttu. Leikurinn í kvöld verður fyrsta viðureign þessara liða í bikarkeppni meistaraflokks karla og raunar aðeins önnur viðureign þeirra eftir að Ísfirðingar hófu að leika undir merkjum Vestra. Þessi félög mættust fyrst þegar Vestramenn fóru með eins marks sigur af hólmi í 3. umferð Bestu deildar karla í aprílmánuði. 

Vestri sló Hauka út í 32ja liða úrslitum með 4-2 sigri í Hafnarfirðinum. KA hóf bikargönguna á 3-1 útisigri gegn Þrótti í Vogum í 2. umferð keppninnar og vann svo ÍR-inga naumlega, 2-1, í 32ja liða úrslitunum þar sem Daníel Hafsteinsson skoraði seinna mark KA á næstsíðustu mínútu framlengingar, en jafnt var að loknum 90 mínútum, 1-1.

Ert þú í tengslum?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
14. júní 2024 | kl. 08:58

Lærðu að nota nalaxone nefúða, það getur bjargað lífi

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
07. júní 2024 | kl. 11:15

Þingmenn opnið augun ­og finnið kjarkinn

Jón Hjaltason skrifar
05. júní 2024 | kl. 15:10

Hvað er að frétta í lífi án frétta?

Skúli Bragi Geirdal skrifar
05. júní 2024 | kl. 12:00

Gaza - Almenningur og stjórnvöld á Íslandi verða að ná samstöðu

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
04. júní 2024 | kl. 16:40

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Ingibjörg Isaksen skrifar
30. maí 2024 | kl. 16:16