Fara í efni
Umræðan

KA og Þór leika til úrslita í Kjarnafæðismótinu

Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, og Þórsarinn Aron Ingi Magnússon voru á skotskónum í Lengjubikarkeppni KSÍ, hvor um sig gerði fjögur mörk í fimm leikjum. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

KA og Þór eigast við í dag í úrslitaleik Kjarnafæðismóts karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli KA og hefst kl. 17.30.

Um er að ræða árlegt æfingamót sem Knattspyrnudómarafélag Norðurlands stendur fyrir en þrátt fyrir það er óhætt að segja með nokkrum sanni að um „alvöru“ leik sé að ræða eins og alla jafna þegar Akureyrarfélögin mætast.

KA-menn hafa sigrað í Kjarnafæðismótinu síðustu sex ár og spennandi verður að sjá hvernig leikur dagsins verður.

Besta deildin, efst deild Íslandsmótsins hefst eftir aðeins 12 daga þegar KA tekur á móti FH. Næsta efst deild Íslandsmótsins, Lengjudeildin, hefst hins vegar ekki fyrr en eftir rúman mánuð, föstudaginn 3. maí. Þórsarar sækja þá Þróttara heim í Reykjavík.

Akureyri.net fylgist að sjálfsögðu með leik dagsins og fjallar um hann í kvöld.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15