Fara í efni
Umræðan

KA mætir Stjörnunni í Garðabæ í kvöld

Steinþór Már Auðunsson grípur boltann í leik KA og Stjörnunnar á síðasta ári áður en Emil Atlason næ…
Steinþór Már Auðunsson grípur boltann í leik KA og Stjörnunnar á síðasta ári áður en Emil Atlason nær til hans. KA vann 2:1 á Akureyrarvelli - Greifavellinum hinum fyrri. Ívar Örn Árnason og Þorri Mar Þórisson til hægri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA sækir Stjörnuna heim í kvöld í Bestu deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Garðabæ og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

KA hefur unnið tvo síðustu leiki 3:0, síðast ÍA á heimavelli og þar á undan FH í Hafnarfirði.

Staða efstu liða:

  • Breiðablik 17 leikir 39 stig
  • KA 17 leikir 33 stig
  • Víkingur 16 leikir 31 stig
  • Valur 17 leikir 30 stig
  • Stjarnan 17 leikir 28 stig
  • KR 17 leikir 25 stig

Stjarnan vann fyrri leikinn við KA í sumar 2:0 á Dalvíkurvelli 21. maí, þar sem Ísak Andri Sigurgeirsson og Emil Atlason gerðu mörkin.

Óhætt að segja að sveiflur hafi verið í leik Stjörnumanna undanfarið; þeir steinlágu 6:1 fyrir Val í síðustu umferð á Hlíðarenda en í leiknum þar á undan burstuðu þeir topplið Breiðabliks 5:2 á heimavelli.

Í dag mætast einnig ÍA og ÍBA á Akranesi og fjórir leikir verða á morgun: Leiknir - KR, FH - Keflavík, Fram - Breiðablik og Víkingur - Valur.

Leikirnir eru í 18. umferð mótsins, en leiknar eru 22 umferðir áður en Bestu deildinni verður skipt í tvennt; sex efstu liðin leika þá einfalda umferð og þau sex neðri sömuleiðis. Þá fæst úr því skorið hvaða lið verður Íslandsmeistari, hverjir fara í Evrópukeppni og hverjir falla niður í Lengjudeildina.

Lautin athvarf 20 ára (22 ára)

Ólafur Torfason skrifar
09. desember 2022 | kl. 14:00

Örugg skref í átt að sjálfbærni

Elma Eysteinsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 21:00

Metnaðarfull áætlun fyrir sveitarfélagið

Heimir Örn Árnason skrifar
05. desember 2022 | kl. 20:35

Ánægð með að hlustað var á Samfylkinguna

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:55

Aukið fjármagn frá ríkinu breytir stöðunni

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:00

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 15:45