Fara í efni
Umræðan

KA á enn von um sæti í úrslitakeppninni

Úr leik KA og ÍBV. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið KA í handknattleik mætir liði Stjörnunnar í Garðabænum í dag kl. 16 í 19. umferð efstu deildar karla, Olísdeildarinnar. 

KA heldur enn í vonina að komast í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik, en liðið er nú í 9. sætinu með 13 stig, þremur stigum á eftir HK sem er í 8. sætinu. KA á nú þrjá leiki eftir, en HK tvo. Sigur í dag myndi ekki aðeins halda von liðsins um að komast í úrslitakeppnina á lífi heldur myndu stigin tvö að auki tryggja endanlega áframhaldandi veru KA í efstu deild.

  • Olísdeild karla í handknattleik
    Hekluhöllin í Garðabæ kl. 16
    Stjarnan - KA

Leikir sem liðin í 8.-12. sæti eiga eftir:

  • HK: Valur (h), ÍBV (ú).
  • KA: Stjarnan (ú), FH (h), Fjölnir (ú).
  • ÍR: Stjarnan (h), FH (ú).
  • Grótta: Haukar (ú), Afturelding (h),
  • Fjölnir: Afturelding (ú), KA (h)

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00