Fara í efni
Umræðan

Jólin í eldgamla daga – Melkorka Bríet

JÓLIN Í ELDGAMLA DAGAMelkorka Bríet Snæbjörnsdóttir,10. bekk Lundarskóla skrifar

Ég spurði mömmu mína sem heitir Stella Bryndís um hvernig jólin hennar voru þegar hún var lítil. Hún er fædd 1978 og er uppalin á Akureyri. Þá litu jólin smá öðruvísi út, en á sama tíma raun ekki. En það er þó jafn mikil ást og hamingja, og það er það sem skiptir mestu máli. Mamma sagði að þau fóru alltaf í mat til ömmu og afa á aðfangadegi. Amma hennar, sem hét líka Stella Bryndís, eldaði alltaf allan matinn en hún var mjög góður kokkur. Það voru alltaf ís og tertur í eftirrétt, sem mamma segir að hafi verið eitt af því besta við jólin, enda elskar hún eftirrétti. Húsið var líka skreytt vel, meira að segja loftin. Nammiskálar og mandarínur voru settar um allt húsið. Jólatréð var alltaf jafn fallegt, jólakúlur og englahár sem mamma elskaði, og pakkarnir flæddu alltaf undan jólatrénu. Mamma sagði líka að þegar hún var lítil, áttu amma og afi litasjónvarp en heima hjá mömmu var bara svarthvítt sjónvarp, svo henni fannst miklu skemmtilegra að horfa á sjónvarpið hjá ömmu og afa. Á aðfangadag fóru þau alltaf með pakkana sína til ömmu og afa (langamma og langafi minn) og opnuðu pakkana þar. Svo þurftu þau að ferja allt dótið aftur heim til sín um kvöldið, sem var smá vesen en líka mjög skemmtilegt. Við höfum ekki mikið haldið í gamlar hefðir heldur skapað okkar eigin, t.d. að vera í náttfötum allan aðfangadaginn, bjóða ömmu og afa í seint morgunverðarboð og horfa á jólamynd með eftirréttinum eftir að hafa opnað alla pakkana. Við fáum líka alltaf að opna einn pakka um miðjan dag, sem er þá frá jólasveininum. Mömmu finnst jólin vera miklu meira frjálslegri og meiri afslöppun sem fylgir þeim í dag. Miklu minna er þrifið og bakað heldur en var gert þegar hún var lítil.

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00