Fara í efni
Umræðan

Jólahefðirnar mínar – Halldís Alba

JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Halldís Alba Aðalsteinsdóttir,
9. bekk Lundarskóla skrifar

Ég og fjölskyldan erum með mjög margar jólahefðir og allar eru þær jafn skemmtilegar. Ég og pabbi höfum haft samverudagatal allan desember í sirka 7 ár og drögum miða alla daga í desember. Svo höfum við pabbi líka jólahefð að við skreytum jólabæ heima í stofunni okkar, við byrjuðum með jólabæ á einu borði en svo stækkaði það og stækkaði og erum nú með 3 full borð af jóladóti. Svo förum við pabbi alltaf í Kjarnaskóg og tínum köngla og endum á því að mála þá. Á þorláksmessu förum við pabbi í bæinn og drekkum kakó, hlustum á jólatónlistina og höfum kósý. Svo að lokum höfum við pabbi alltaf borðað kvöldmat hjá ömmu og afa og pabbi segir að hann gæti ekki hugsað sér neitt annað en það.

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00