Fara í efni
Umræðan

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Mynd: Svavar Alfreð Jónsson

Séra Svavar Alfreð Jónsson skrifar reglulega pistla fyrir Akureyri.net – gjarnan í léttum dúr, enda mikill húmoristi. Að þessu sinni er pistill hans á öðrum nótum og í bundnu máli. 
_ _ _ _

Jólakvöld 

þitt hjarta saknar blessunar og birtu
og brjóst þitt fyllir sálin doðaköld
en kulnuð glóðin yl þér veitir aftur
því ástin finnur leið til þín í kvöld

þótt heimsins böli verði flest að vopni
og varmenni sig skrái á söguspjöld
mun bátur þinn á værum vogi sigla
því vonin finnur leið til þín í kvöld

við fljótsins harða straum þú nemur staðar
hin ströngu lögmál taka af þér völd
þú yfir kemst og treystir tæpu vaði
því trúin finnur leið til þín í kvöld

Svavar Alfreð Jónsson er sjúkrahúsprestur

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10