Fara í efni
Umræðan

Íslandsmeistararnir voru ofjarlar KA/Þórs

Andri Snær Stefánsson þjálfari og stelpurnar hans urðu að játa sig sigruð gegn Íslandsmeisturunum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 30:24, á Íslandsmóti kvenna í handbolta í Reykjavík í dag. Stelpurnar okkar höfðu unnið þrjá síðustu leiki en Íslandsmeistararnir reyndust ofjarlar þeirra.

Eftir að Júlía Sól Björnsdóttir kom KA/Þór í 1:0 tóku heimamenn völdin og voru komnir með átta marka forystu, 10:2, þegar um fimmtán mínútur voru liðnar. Staðan í hálfleik var 18:11. Stelpurnar okkar náðu mjög góðum kafla um miðjan seinni hálfleikinn og minnkuðu muninn í fjögur mörk en síðan skildu leiðir aftur og sigur Fram var öruggur og sanngjarn.

Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 7, Nathalia Soares Baliana 4, Júlíana Björnsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3 (2 víti), Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Ida Margrethe Rasmussen 1.

Matea Lonac varði 12 skot (29,3%)

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00