Fara í efni
Umræðan

Inga Sæland segir ásakanir trúverðugar

Forystufólk Flokks fólksins á Akureyri. Frá vinstri: Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir og Hannesína Scheving.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir ásakanir kvenna í flokknum á Akureyri í garð karla þar á bæ trúverðugar. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV þar sem talað var við Ingu í beinni útsendingu, meðan á fundi aðalstjórnar flokksins stóð.

Konurnar sem skipuðu annað, fjórða og fimmta sæti á lista flokksins segjast hafa verið lítilsvirtar og hunsaðar af ónefndri karlaforystu og aðstoðarmönnum þeirra.

Jón Hjaltason, sem var í þriðja sæti á lista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í vor, segir karlana ætla að fara fram á lögreglurannsókn á ásökunum. Þótt þeir séu ekki nefndir á nafn megi lesa á milli línanna að átt sé við hann og Brynjólf Ingvarsson, oddvita flokksins. Inga segir þó aðspurð að ekki sé bara um þá að ræða. „Nei, það eru ekki bara þeir, alls ekki. Þetta er miklu meira en svo,“ sagði hún.

Inga Sæland segir alla í stjórn flokksins sorgmædda og harmi slegna yfir frásögnum kvenna sem skipuðu sæti á lista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri í vor. Hún segir niðurstöðu ekki fást í málið í kvöld; það sé mjög yfirgripsmikið og „við erum með gríðarlegt magn af alls konar tölvupóstsendingum og furðulegheitum sem á eftir að fara yfir,“ sagði formaðurinn.

Frétt Akureyri.net um málið fyrr í dag: „Sagðar of vitlausar eða jafnvel geðveikar“

Smellið hér til að horfa á frétt RÚV

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00