Fara í efni
Umræðan

Hvað er íþróttafélag?

Það sem flestir bæjarbúar sjá þegar þeir líta yfir svæði íþróttafélagsins Þórs eru iðagrænir knattspyrnuvellir, nýleg flott stúka, stórt og mikið félagsheimili og stórt knattspyrnuhús. Sem sagt fljótt á litið frábær aðstað til íþrótta.

Svo er raunin alls ekki, vellirnir eru lélegir, stúkan er hálf byggð, grasið í Boganum ónýtt, það eina sem stendur út af Hamar, félagsheimilið og allir sem þar starfa. Það er sómi af því húsi og öllum þeim sem þar innan veggja starfa.

Íþróttafélag er aldrei stærra, merkilegra eða meira en iðkendurnir. Þetta er félagsstarfsemi

Íþróttafélagið Þór verður aldrei almennilegt íþróttafélag á meðan á félagssvæðinu er aðeins aðstaða til knattspyrnuiðkunar.

Félagið rekur mjög myndarlegt, en frekar sundurtætt félagsstarf.

Knattspyrnufólkið okkar er þau einu sem stunda sína íþrótt á félagssvæðinu. Meistaraflokkar félagsins í boltaíþróttum innanhús stunda sitt sport út um allan bæ og þurfa að eyða heilmiklum tíma hvert sumar að raða og púsla sín á milli, ekki bara tímum heldur húsum.

Ég segi iðulega að Hamar standi á knattspyrnusvæði íþróttafélagsins Þórs

Ég veit að fólk trúir því ekki hvað mikil lyftistöng það yrði fyrir félagið að fá íþróttahús á félagssvæðið.

Lífið í kringum starf deildanna yðri allt annað, aðstaðan yrði bylting og félagið yrði loksins félag, þar sem sjálfboðaliðar allra deilda, iðkendur allra deilda og forsvarsmenn allra deilda hittust á sama punkti en ekki bara innan sinnar deildar út um allan bæ.

Framundan eru mikilvægir leikir meistaraflokks karla hjá Þór í handbolta. Liðið er í toppbaráttu í Grill 66 deildinni.

Þar sem við deilum Höllinni með hinum ýmsu íþróttagreinum sem hér eru stundaðar í bænum getum við ekki æft þar nema í tvö skipti alla þessa viku. Búið er að setja körfuknattleiksleiki á æfingatíma liðsins og þurfa leikmenn að æfa í íþróttahúsinu við Síðuskóla með ýmsum tilfærslum þar að sjálfsögðu. Við sýnum körfuboltamönnum fullan skilning á því og færum okkur. Það hefur hingað til og framvegis að ég tel verið gott samstarf þar á milli heilt yfir og allir að vinna að sama markinu.

Myndi það gerast að lið FH í handbolta þyrfti að æfa í íþróttahúsi, nærliggjandi skóla 60% af sinni æfingarviku fyrir leik toppliða í deildinni?

Myndi það gerast að knattspyrnulið Þórs myndi þurfa að æfa 60% af vikunni á sparkvelli í Síðuskóla?

Myndi handknattleikslið KA sætta sig við að að æfa 60% í Naustaskóla heila viku fyrir mikilvægan leik?

Svarið er nei.

Hanknattleiksdeild Þórs sættir sig alls ekki við það heldur, en við erum sökum aðstöðuleysis skikkaðir í það.

Í Höllinni hefur liðið sinn klefa, sína lyftingaaðstöðu, sína aðstöðu fyrir videofundi, sína þvottaaðstöðu og sína boltaaðstöðu. Þetta þarf að flytja hreppaflutningum ( a.m.k. milli póstnúmera) núna alla daga í heila viku, allan þennan búnað. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því hve mikið af búnaði fylgir svona liði vegna einnar æfingar.

Þetta undirstrikar enn meira þá gríðarlegu þörf fyrir íþróttahúsi á knattspyrnusvæði Þórs sem myndi loksins gera það að félagssvæði. Þá framkvæmd þarf að vinna með forsvarsmönnum félagsins og gera þá byggingu þannig að hún teljist vera úr „efstu hillu“. Samhliða slíkri framkvæmd þyrfti að ráðast í gríðarlegar endurbætur á knattspyrnusvæði Þórs. Núna eru tímabilin að lengjast í báða enda hjá knattspyrnufólki og það vita allir að við bjóðum ekki uppá venjulegt gras nema í mesta lagi 3 mánuði á ári.

Þess vegna þyrfti að ráðast í það strax í vor eða sumar að byrja framkvæmdir að nýju íþróttahúsi sem inniheldur 2 velli og samhliða gervigrasvöllum fyrir félagið.

Annars mun starfsemi þessara deilda hverfa hægt og rólega, og deyja út. Sjálfboðaliðastarf þessara tveggja deilda er mun erfiðara þegar starfsemin er ekki á félagssvæðinu. Félagið þarf annaðhvort að eiga tvennt, þrennt jafnvel fernt af margvíslegum tækjum og tólum sem þarf að notast við á hverjum stað fyrir sig svo ég tali nú ekki um hve vel væri hægt að nýta allan þann mannauð sem félagið á í starf fyrir allar deildir og samnýta hlutina.

Ég rakst á fyrirsögn um daginn sem var á þá leið hvort kosið yrði um gras. Svarið er nei! Það verður kosið um parket og dúk!

Árni Rúnar Jóhannesson er formaður handknattleiksdeildar Þórs.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15