Fara í efni
Umræðan

Handboltalið Þórs hefur keppni í dag

Stevce Alusevski þjálfari handboltaliðs Þórs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fyrsti leikur Þórsara í Grill 66 deildinni í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins, fer fram í dag í Höllinni. Vakin er athygli á óvenjulegri tímasetningu – leikurinn hefst klukkan 17.30.

Það eru Fjölnismenn sem heimsækja Þórsara í dag og verður gaman að sjá hvernig liðin mæta til leiks eftir sumarfrí.

Tveir spennandi leikmenn gengu til liðs við Þórs í sumar, Kostadin Petrov, 29 ára stór og sterkur línumaður frá Norður-Makedóníu – landi Stevce Alusevski þjálfara – og 22 ára færeyskur hornamaður, Jonn Rói.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Þórs kemur fram að Höllin verði opnuð klukkan 16.30 og fyrir leik verða hamborgarar og drykkir til sölu gegn vægu gjaldi.

Í spá fyrirliða og þjálfara liða deildarinnar sem birt var á dögunum var Þórsurum spáð þriðja sæti og Fjölnismönnum því fjórða. Niðurstaðan er sú sama í spá sem handboltavefur Íslands, handbolti.is, birti í morgun. Þar eru það „vinir og velunnarar“ sem spá og spekúlera. Í báðum tilfellum er HK spáð efsta sæti deildarinnar og liði Víkings öðru sæti, en þau lið féllu úr efstu deild síðastliðið vor.

Ungmennalið KA leikur einnig í Grill 66 deildinni og er spáð neðsta sæti í báðum spám.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15