Fara í efni
Umræðan

Gullkorn Þóris – Aron ungur að árum!

Aron Pálmarsson 13 ára í 4. flokki árið 2004, til vinstri, og 15 ára í fyrsta leik sínum með meistaraflokki í KA-heimilinu 3. mars árið 2006. Til hægri er KA-maðurinn Jónatan Magnússon. Sonur hans, Magnús Dagur, mætir Aroni og félögum í dag. Myndir: Þórir Tryggvason

Mörg gullkorn eru í safni Þóris Tryggvasonar hins þrautreynda ljósmyndara á Akureyri, sem í áratugi hefur myndað íþróttafólk bæjarins í flestum greinum.

Í dag mætast KA og FH í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta í KA-heimilinu – Sigur eða sumarfrí! – og af því tilefni rifjar handboltavefur Íslands, handbolti.is, upp fyrstu heimsókn Arons Pálmarssonar fyrirliða FH með meistaraflokki í KA-heimilið. Hann var þá 15 ára stórkostlegt efni. Þetta var fyrri 18 árum, 3. mars 2006 og einnig má sjá myndir Þóris af Aroni þegar hann lék með 4. flokki í KA-heimilinu, fyrir 20 árum!

Gaman er að segja frá því að Jónatan Þór Magnússon var einn leikmanna KA í fyrsta leik Arons með meistaraflokki í KA-heimilinu fyrir 18 árum. Einn mótherja Arons og félaga í dag er Magnús Dagur, sonur Jónatans!

Sjá hér á handbolti.is: Gamlar myndir Þóris: Fyrsti leikur Arons í KA-heimilinu og pappaAtli

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00