Fara í efni
Umræðan

„Grátlegt, en stoltur af strákunum“

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA og Bjarni Aðalsteinsson að leikslokum í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Hallgrímur Jónasson, þjálfari knattspyrnuliðs KA, var stoltur en svekktur í viðtali við mbl.is eftir Evrópuleikinn við danska liðið Silkeborg í kvöld. KA-menn töpuðu 3:2 eftir framlengingu eins og fram kom í umfjöllun Akureyri.net.

„Við gáf­um allt í þetta og frammistaðan var heilt yfir frá­bær,“ sagði Hallgrímur í viðtalinu við mbl.is. „Við gef­um Sil­ke­borg­ar-liðinu tvo flotta leiki í 210 spilmín­út­ur. Fram­leng­ing­in sker úr um þetta og þeir skora eitt­hvað drauma­mark sem trygg­ir þeim sig­ur­inn, skot upp í skeyt­in fyr­ir utan teig,“ sagði Hallgrímur ennfremur.

Hann var sannarlega stoltur af strákunum og öllu KA-fólkinu sem kom að þessum leik. Framundan er hins vegar deildarleikur gegn Breiðablik á sunnudaginn og Hallgrímur sagði að þeir yrðu klárir í þann leik.

Viðtalið við Hallgrím í heild á mbl.is: „Þetta var bara háspenna allan leikinn“

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00