Fara í efni
Umræðan

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Föstudaginn 23. febrúar sl. kl. 16.00 tók frú Ásthildur bæjarstjóri á móti mér undirrituðum og Theódóru Torfadóttur, sem afhenti ágætum bæjarstjóra hvorki meira né minna en 462 undirskriftir sem mótmæltu niðurrifi á því fræga húsi, BSO húsinu. Mynd var tekin og undrast sjálfsagt margir á af hverju ég var á myndinni en til að skýra það var það ég sem fór fram á við Minjastofnun Íslands að friða húsið sem var ekki hægt sökum ekki nægs aldurs hússins. En í tölvupósti sem ég afhenti frú bæjarstjóra stóð m.a.: Á fundi friðlýsingateymis Minjastofnunar telur stofnunin ekki ástæðu til að leggja til friðlýsingu húss Bifreiðastöðvar Oddeyrar, BSO, Akureyri þótt húsið hafi varðveislugildi vegna menningarsögu þess og möguleika fágætis. Minjastofnun hvetur eigendur hússins og Akureyrarbæ til að vinna saman að því að taka húsið niður og flytja það á annan stað. BSO húsið er sannarlega mikilvægur hluti af sögu bæjarins. Svo mörg voru þau orð m.a.

Enginn bílstjóri hafði áhuga

Í hádeginu þennan föstudag kom ég við á BSO og bað fyrir skilaboð til bílstjóranna hvað væri fyrirhugað kl. 16.00 þann sama dag, hvort einhverjir myndu ekki vilja mæta og sýna stuðning en hugsið ykkur, ENGINN BÍLSTJÓRI MÆTTI og enginn frétttamaður nema höfðinginn Skapti á Akureyri.net. Er þetta ekki dæmalaust?

Smá eftirmáli

Það er af sem áður var þegar góðir strákar, vinir mínir bílstjórarnir á BSO þeir Elli Kára, Grétar Melstað, Toni, Baldur bjúkki, Ingi Þorsteins og Gauti voru þarna fremstir í flokki og maður var búinn að keyra mikið með þeim bæði fullur og ófullur en þessir fyrrgreindir höfðingjar hefðu áreiðanlega mætt og fylgt sínu fyrirtæki til stuðnings.

KRAFAN HLÝTUR ÞVÍ AÐ VERA: BYGGIÐ UPP BSO HÚSIÐ ÞAR SEM ÞAÐ ER NÚ OG ENGAR REFJAR.

Hjörleifur Hallgríms er eldri borgari á Akureyri

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00