Fara í efni
Umræðan

Forvitnileg viðureign framundan í Kaplakrika

Nökkvi Þeyr Þórisson skorar gegn Val á dögunum. Hann gerði sigurmarkið í fyrri leiknum gegn FH í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn sækja FH-inga heim í dag í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Bestu deildinni. Flautað verður til leiks á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði klukkan 17.00.

KA er í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig að loknum 15 leikjum en FH-ingar hafa aðeins 11 stig eftir 15 leiki. Slakt gengi Hafnarfjarðarliðsins hefur komið mjög á óvart; það er aðeins einu stigi fyrir ofan Leikni, sem er í fallsæti, og FH hefur meira að segja spilað einum leik meira.

KA vann fyrri leik liðanna í sumar 1:0 á Dalvíkurvelli 11. maí. Boðið var upp á töluverða dramatík þann dag því boltinn small fjórum sinnum í stöng eða þverslá FH-marksins eftir skot eða skalla KA-manns og svo virtist sem þeir yrðu að gera sér jafntefli að góðu, en Nökkvi Þeyr Þórisson gerði eina markið þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma. 

Smellið hér til að lesa um fyrri leikinn.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15