Fara í efni
Umræðan

Fjórar milljónir vegna samræmdra símareglna

Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti í morgun að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna kaupa á skápum og afþreyingarefni í tengslum við samræmdar símareglur sem taka gildi við upphaf skólaárs í grunnskólum Akureyrarbæjar í haust. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskaði eftir fjórum milljónum króna vegna málsins. Bæjarráð fól sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

Eins og fram kom í fyrri frétt Akureyri.net um símafrí í grunnskólunum eru nemendur hvattir til að skilja símana eftir heima, en ef þeir koma með símana í skólann eiga þeir ekki að hafa símann á sér. Nemendur í 8.-10. bekk geta þá geymt símana í læstum skápum í skólanum og yngri nemendur eiga að geyma símana í skólatöskunni.

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30