Fara í efni
Umræðan

Fjórar milljónir vegna samræmdra símareglna

Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti í morgun að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna kaupa á skápum og afþreyingarefni í tengslum við samræmdar símareglur sem taka gildi við upphaf skólaárs í grunnskólum Akureyrarbæjar í haust. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskaði eftir fjórum milljónum króna vegna málsins. Bæjarráð fól sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

Eins og fram kom í fyrri frétt Akureyri.net um símafrí í grunnskólunum eru nemendur hvattir til að skilja símana eftir heima, en ef þeir koma með símana í skólann eiga þeir ekki að hafa símann á sér. Nemendur í 8.-10. bekk geta þá geymt símana í læstum skápum í skólanum og yngri nemendur eiga að geyma símana í skólatöskunni.

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00