Fara í efni
Umræðan

Fjaðrafok um fjárveitingu

Eftir margítrekaðar beiðnir frá þeirri ágætu konu Maríu Björk Ingvadóttur framkvæmdastjóra N4 um aukinn fjárstuðning frá því opinbera til stöðvarinnar en án árangurs sendi hún beiðni til formanns fjárlaganefndar Alþingis, Bjarkeyjar Ólsen um meiri fjárstuðning og fékk áheyrn þar sem hún og aðrir nefndarmenn töldu að það væri full þörf á að styðja við dreifbýlismiðlana en talað er um 100 milljónir. Vonandi nýtur sá góði drengur Skapti Hallgrímsson góðs af þessari fjárveitingu en hann rekur miðilinn Akureyri.net við góðan orðstír en sá miðill hefur komist upp í að vera með á milli 50 og 60 þús. „einstaka gesti“ á mánuði (hver aðeins talinn einu sinni þótt hann lesi vefinn miklu oftar) og telst það afbragðsgott.

En nú varð allt vitlaust í jólamánuðinum. Óprútnir Alþingismenn með í fararbroddi Sigmar Guðmundsson fyrrv. starfsmann RÚV ekki óumdeildan hafði hvað hæst en hafði ekki manndóm í sér að minnast á að RÚV er talið brenna 110 milljónum króna af skattfé í hverri einustu viku. En fleiri lögðu ófræingarherferðinni lið og var Fréttablaðið þar ekki undanskilið, sem birti hverja neikvæðu áróðursgreinina á fætur annarri gegn væntanlegri fjárveitingu en steininn tók þó úr þegar aðalritstjórinn (Sigmundur Ernir) Akureyringurinn fæddur hér og uppalinn blandaði sér í illdeilurnar með grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „FJÁRLAGASUKK“ hvorki meira né minna og finnur því allt til foráttu að fjölmiðlar í hans heimabæ séu styrktir fjárhagslega rétt einsog það fyrirtæki, sem hann vinnur hjá. Í þessu tilfelli tel ég við hæfi að snúa við gömlu máltæki og segi að nú fellur eplið óralangt frá eikinni því hann á föður hér á Akureyri og aðra ættingja allt afburða gott fólk og þetta segi ég af því ég þekki þarna vel til sjálfur.

Hjörleifur Hallgríms er varabæjarfulltrúi á Akureyri

Er heimanám verkfallsbrot?

Stjórn foreldrafélags Lundarskóla skrifar
06. nóvember 2024 | kl. 11:45

Sjúkrahúsið á Akureyri

Logi Einarsson skrifar
05. nóvember 2024 | kl. 10:20

Kosningaloforð og hvað svo?

Björn Snæbjörnsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 18:00

Hegðaði sér eins og einræðisherra

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 17:00

Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Anton Berg Sævarsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 12:12

Áfram sterkar konur í leiðtogahlutverkum!

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. nóvember 2024 | kl. 17:17