Fara í efni
Umræðan

Enn tapar Þór – Arturo Fernandez til Sindra

Smári Jónsson í leik gegn Skallagrími fyrr í vetur. Ljósmynd: Páll Jóhannesson

Karlalið Þórs í körfubolta tapaði fyrir Álftanesi á útivelli í gærkvöldi, 117:55, í næst efstu deild Íslandsmótsins. Liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og ljóst að Þórsarar leika í þriðju efstu deild á næstu leiktíð.

  • Skorið eftir leikhlutum: 23:14 – 28:8 (51:22) – 29:19 – 37:14 – 117:55

Róðurinn hefur verið afar erfiður á tímabilinu og ekki bætti úr skák að Toni Cutuk er meiddur og lék í gær,  og þá voru bæði fyrirliðinn, Kolbeinn Fannar Gíslason, og Hlynur Freyr Einarsson fjarri góðu gamni. Einnig er vert að geta þess að Spánverjinn Arturo Fernandez, sem hefur skorað lang mest í vetur, horfinn á braut; hann skipti yfir til Sindra á Hornafirði á dögunum.

Þórsarar leika í þriðju efstu deild næsta vetur og þá gefst vonandi kærkomið tækifæri til að byggja upp lið frá grunni með þeim ungu og efnilegu leikmönnum sem fyrir hendi eru.

Smári Jónsson gerði 19 stig í Forsetahöllinni á Álftanesi í gær, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Baldur Örn Jóhannesson skoraði 16 stig, tók jafn mörg 16 fráköst og átti fimm stoðsendingar.

Smellið hér til að sjá nánari tölfræði

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00