Fara í efni
Umræðan

Ég sat hjá

Já, ég sat hjá þegar skipulagsráð samþykkti á dögunum að reisa skyldi hjúkrunarheimili í næsta nágrenni við Síðuskóla. Þó er ég afar ósáttur við staðarvalið. Það á að vera meginregla í skipulagi að í nágrenni skóla skal byggt með þarfir barnafólks í huga.

Á sínum tíma létum við Lögmannshlíð við Vestursíðu okkur ekki að kenningu verða. Núna súpum við seyðið af þeirri skammsýni. Mín tillaga er að við hugsum til langrar framtíðar, tökum frá stórt svæði – til dæmis við Kjarnagötu eða Kjarnabraut þaðan sem ekki er langt í góðar gönguleiðir – skipuleggjum þar byggð fyrir 60 ára og eldri þar sem meðal annars verður gert ráð fyrir hjúkrunarheimili. Mörk við Suðurlandsbraut í Reykjavík er ágæt fyrirmynd.

En því sagði ég ekki nei við nýju hjúkrunarheimili við Síðuskóla? Meginástæðan og að mínu mati einu rökin sem halda vatni gegn minni skoðun er óttinn um að mótbárur gegn staðarvalinu kunni að draga byggingaráformin á langinn. Samkvæmt samningi ríkis og bæjar á heimilið að vera risið í lok næsta árs. Ríkið greiðir 85% byggingarkostnaðar, bærinn 15%. Ég vildi því ekki stuða þungavigtarann í þessu máli frekar en orðið er en samningurinn um byggingu hjúkrunarheimilisins var undirritaður með heilbrigðisráðherra í desember árið 2020.

Með þökk fyrir birtinguna

Jón Hjaltason er óháður fulltrúi í skipulagsráði

Fráleitar hugmyndir við Austursíðu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
29. september 2023 | kl. 09:00

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55