Fara í efni
Umræðan

Danskur miðjumaður semur við Þórsara

Marc Rochester Sørensen í leik gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. Mynd af vef Þórs.

Danskur knattspyrnumaður, Marc Rochester Sørensen, er genginn til liðs við Þór og mun leika með liðinu í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs í dag.

Marc er miðjumaður, þrítugur að aldri og reyndur; á að baki 99 leiki í dönsku úrvalsdeildinni, flesta með Silkeborg.

„Marc kemur til Þórs frá Öster í Svíþjóð þar sem hann lék með liðinu í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð undir stjórn Srdjan Tufegdzic, fyrrum þjálfara KA og Vals,“ segir á vef Þórs.

Hann var í lykilhlutverki í liði Öster sem hafnaði í 3.sæti deildarinnar; lék 25 leiki og skoraði í þeim fimm mörk auk þess að eiga þrjár stoðsendingar en Marc var varafyrirliði liðsins.“

Skapandi leikmaður á réttum aldri

„Það má segja að Marc tikki í öll þau box sem við vorum að leita að, hann er skapandi miðjumaður eða sóknarmaður og á þeim aldri sem sárlega vantar í okkar leikmannahóp. Marc hefur spilað í stórum félögum í bæði í Danmörku og Svíþjóð og við teljum að hann eigi eftir að hjálpa okkar yngri leikmönnum mikið með leiðtogahæfni sinni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs á heimaíðu félagsins.

Viljum við varðveita sögu og minjar?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. mars 2023 | kl. 09:30

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag

Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa
28. mars 2023 | kl. 12:00

Til Sunnu Hlínar

Hjörleifur Hallgríms skrifar
28. mars 2023 | kl. 06:00

Skipulagsmál á Akureyri, bútasaumur til skamms tíma eða framtíðarsýn?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
25. mars 2023 | kl. 06:00

Mun unga fólkið okkar fjárfesta í húsnæði í Móahverfi?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
24. mars 2023 | kl. 11:11

Tækifæri á Akureyrarvelli

Andri Teitsson skrifar
21. mars 2023 | kl. 18:50