Fara í efni
Umræðan

Dagur Árni í Val – KA selur fyrir „metfjárhæð“

Dagur Árni Heimisson skorar gegn Val í KA-heimilinu í vetur. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Handboltamaðurinn Dagur Árni Heimisson, efnilegasti leikmaður KA, hefur verið seldur til Vals í Reykjavík. Greint er frá þessu á heimasíðu KA í morgun og myndin hér að neðan, af Degi og Ágústi Jóhannssyni þjálfara Vals, birt á samfélagsmiðlum Reykjavíkurliðsins

Dagur Árni er 18 ára og hefur verið einn burðarása í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.

„Um er að ræða metfjárhæð í sögu félagsins sem undirstrikar þann gífurlega áhuga sem leikmaðurinn hefur vakið,“ segir á vef KA í morgun um söluna á Degi Árna. Ekki er tekið fram hver fjárhæðin er.

Í tilkynningu KA segir: „Dagur Árni, sem hefur alist upp innan raða félagsins, hefur vakið athygli fyrir kraftmikinn leikstíl, yfirvegun og fagmennsku, þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur vaxið með hverju tímabili og nú bíða hans nýjar áskoranir. Hann fékk snemma tækifærið í meistaraflokk KA og hefur stigið framfaraskref á hverju tímabili.“

Eftirsjá – en stolt

„Það er auðvitað mikil eftirsjá eftir góðum dreng, bæði innan vallar og utan. En við erum jafnframt stolt af því starfi sem fram fer í yngri flokkum félagsins sem og því tækifæri sem ungum leikmönnum í KA er gefið til að láta ljós sitt skína. Ljóst er að þetta mun skapa ný tækifæri fyrir unga og efnilega leikmenn liðsins til að stíga upp og verður gaman að fylgjast með liðinu í vetur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn. „Salan markar tímamót í sögu félagsins og er til vitnis um öflugt ungmennastarf KA. Við þökkum Degi Árna kærlega fyrir hans framlag til félagsins í bili og óskum honum velfarnaðar. Þá hlökkum við til að sjá ungt og efnilegt lið KA blómstra á næsta tímabili.“

Dagur Árni Heimisson og Ágúst Jóhannsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Vals. Mynd af Facebook síðu handknattleiksdeildar félagsins.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45