Fara í efni
Umræðan

Dagur Árni bestur á Opna Evrópumótinu

Dagur Árni Heimisson í Gautaborg í kvöld. Mynd af handbolti.is

Dagur Árni Heimisson var valinn besti leikmaður Opna Evrópumóts landsliða 19 ára og yngri í handbolta sem lauk í Gautaborg í Svíþjóð í kvöld, föstudagskvöld. Ísland tapaði úrslitaleiknum 31:30 fyrir Spánverjum. Þessi stórefnilegi KA-maður, sem gekk í sumar til liðs við Val, er fyrirliði Íslands. 

Opna Evrópumótið er jafnan haldið samhliða Partille Cup, stærsta handboltamóti heims fyrir ungmenni, sem fer árlega fram í Gautaborg. Landslið kvenna og karla leika annað hvert ár til skiptis.

  • Dagur Árni hlaut titilinn MVP - Most Valuable Player; sá er stundum kallaður sá mikilvægasti, sem má til sanns vegar færa, en Akureyri.net leyfir sér að kalla hann bestan. Og auðvitað er hann mikilvægastur, ef út í það er farið ...

Tveir aðrir íslenskir strákar voru valdir í úrvalslið keppninnar, Jens Sigurðsson markvörður og vinstri hornamaðurinn Bessi Teitsson.

Úrvalsliðið er þannig sett saman að valinn er einn maður í hverja stöðu, besti varnarmaður að auki og síðan sá besti – eða mikilvægasti, ef menn vilja frekar nota það orð.

Dagur Árni gerði 2 mörk í úrslitaleiknum og einnig félagi hans úr KA, línumaðurinn Jens Bragi Bergþórsson.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30