Fara í efni
Umræðan

Búast má við hörkuleik í Höllinni í kvöld

Eva Wium í sigurleik gegn Grindavík fyrr í haust. Hún verður án vafa áfram í stóru hlutverki í Þórsliðinu í kvöld, eins og alltaf. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið Þórs í körfuknattleik tekur á móti liði Njarðvíkur í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19:15. Búast má við hörkuleik því Njarðvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar og Þór í 4. sæti. Þessi lið mættust í æfingaleik fyrir tímabilið og þar höfðu Þórsstelpurnar betur.

Keppni í efstu deild kvenna, Bónusdeildinni, er jafnari nú en oft áður. Fyrir ofan Þórsliðið eru Haukar, Njarðvík og Keflavík með sjö, sex og fimm sigra, en Þórsliðið hefur unnið fjóra leiki. Sigur í kvöld myndi því styrkja stöðu liðsins í efri hluta deildarinnar. Þórsliðið hefur hingað til unnið alla sína heimaleiki í deildinni og vann sinn fyrsta útisigur í síðustu umferð.

Með leiknum í kvöld, sem er í 9. umferð Bónusdeildarinnar, lýkur fyrri hluta deildarkeppninnar og Þórsliðið þar með búið að mæta öllum liðum deildarinnar einu sinni.

  • Bónusdeild kvenna í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
    Þór - Njarðvík
  • Staðan í deildinni

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45