Fara í efni
Umræðan

Búast má við hörkuleik í Höllinni í kvöld

Eva Wium í sigurleik gegn Grindavík fyrr í haust. Hún verður án vafa áfram í stóru hlutverki í Þórsliðinu í kvöld, eins og alltaf. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið Þórs í körfuknattleik tekur á móti liði Njarðvíkur í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19:15. Búast má við hörkuleik því Njarðvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar og Þór í 4. sæti. Þessi lið mættust í æfingaleik fyrir tímabilið og þar höfðu Þórsstelpurnar betur.

Keppni í efstu deild kvenna, Bónusdeildinni, er jafnari nú en oft áður. Fyrir ofan Þórsliðið eru Haukar, Njarðvík og Keflavík með sjö, sex og fimm sigra, en Þórsliðið hefur unnið fjóra leiki. Sigur í kvöld myndi því styrkja stöðu liðsins í efri hluta deildarinnar. Þórsliðið hefur hingað til unnið alla sína heimaleiki í deildinni og vann sinn fyrsta útisigur í síðustu umferð.

Með leiknum í kvöld, sem er í 9. umferð Bónusdeildarinnar, lýkur fyrri hluta deildarkeppninnar og Þórsliðið þar með búið að mæta öllum liðum deildarinnar einu sinni.

  • Bónusdeild kvenna í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
    Þór - Njarðvík
  • Staðan í deildinni

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00