Fara í efni
Umræðan

Bílastæðaklukkur í miðbæ Akureyrar

Bílastæðaklukkur í miðbæ Akureyrar

Þann 26. ágúst árið 2005 voru bílastæðaklukkur teknar í notkun í miðbæ Akureyrar og lýstu þeir sem veittu þjónustu og þeir sem sóttu þjónustu og afþreyingu í miðbænum yfir mikilli ánægju með fyrirkomulagið, samkvæmt fréttum frá þeim tíma höfðu þó nokkur fyrirtæki í miðbænum fært sig um set inn á verslunarmiðstöðina Glerártorg sem opnaði nokkrum árum áður og hafði það áhrif á lífið í miðbænum. Í frétt sem birtist 17. október 2009 var greint frá því að allar bílastæðaklukkur á Akureyri hafi klárast seinni part sumars og almennt má segja að mikil ánægja hafi verið meðal íbúa Akureyrar með þetta fyrirkomulag.

Nú bregður svo við að hætta á með bílastæðaklukkurnar og því haldið fram að gestir bæjarins séu óánægðir með þær enda tíðkist þær hvergi annarsstaðar og kaupmenn lýsa ákveðnu áreiti þegar fyrirkomulagið er útskýrt. Það er samt ekki allskostar rétt að bílastæðaklukkur tíðkist ekki annarsstaðar. Árið 1957 voru innleiddar í fyrsta sinn bílastæðaklukkur í París, eftir fylgdi borgin Vín árið 1959. Rétt á eftir var það borgin Kassel í Þýskalandi sem tók upp bílastæðaklukkustæði árið 1961 og þá gert til þess að draga úr kostnaði við hefðbundna gjaldtöku með stöðumælum. Það má líka benda á að stærri bílaleigur í Evrópu útbúa bílaleigubíla sína með klukkum og á síðustu árum er gert ráð fyrir stöðluðum klukkustæðamerkingum á bílastæðum þar sem klukkustæði eru í boði. Það eru því þónokkrar borgir og bæir sem notast við bílastæðaklukkur í Evrópu, þ.e. í Sviss, Þýskalandi, Austurríki, Svíþjóð, Belgíu, Hollandi, Bretlandi og á Íslandi nema bílastæðaklukkurnar verði lagðar af eins og allt lítur út fyrir að verði.

Eftir stendur hvort kostnaðurinn verði meiri bæði fyrir Akureyrarbæ með innleiðingu stöðumæla og fyrir íbúa bæjarins þar sem á flestum stöðum hafa bílastæðaklukkur verið innleiddar til þess að draga úr kostnaði.

Anna Kolbrún Árnadóttir er alþingismaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn.

Réttindi neytenda á tímum Covid

Brynhildur Pétursdóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 13:00

Jónas Hallgrímsson

Tryggvi Gíslason skrifar
16. nóvember 2020 | kl. 07:15

Jón Sveinsson - Nonni

Haraldur Þór Egilsson skrifar
17. nóvember 2020 | kl. 10:30

Matthías Jochumsson

Tryggvi Gíslason skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 17:09

Íslenska, nútími og lestur

Sverrir Páll skrifar
19. nóvember 2020 | kl. 10:10

Norðanbækur fyrir jólin

Sverrir Páll skrifar
21. nóvember 2020 | kl. 10:00