Fara í efni
Umræðan

Bikarinn: KA-Fram og Grótta-KA/Þór

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var í stuði eins og oft áður þegar KA vann öruggan sigur á Fram í deildarkeppninni nýverið. Liðin mætast aftur í bikarkeppninni í desember. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Í hádeginu í dag var dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni kvenna og karla í handknattleik. KA/Þór fer á Seltjarnarnes og leikur gegn Gróttu en KA fær ríkjandi bikarmeistara Framara í heimsókn.

Í kvennaflokki voru 6 úrvalsdeildarlið í pottinum og lið Gróttu og Víkings úr næstefstu deild. KA/Þór mætir Gróttustúlkum og fer leikurinn fram á heimavelli Gróttu. 

Allir leikirnir í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppni kvenna:

  • FH - Valur
  • Grótta - KA/Þór
  • Víkingur - Haukar
  • Fram - ÍR

Leikirnir fara fram dagana 3. og 4. febrúar á næsta ári.

KA dróst gegn bikarmeisturunum

Hjá körlunum voru sjö úrvalsdeildarlið í pottinum og lið Fjölnis úr næstefstu deild. Strákarnir úr KA fengu ekki auðveldasta mótherjann en þeir drógust gegn ríkjandi bikarmeisturum Fram. Leikurinn fer fram í KA-heimilinu.

Allir leikirnir í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppni karla:

  • Afturelding - FH
  • KA - Fram
  • HK - Haukar
  • Fjölnir - ÍR

Leikirnir fara fram dagana 19. og 20 desember nk.

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00