Fara í efni
Umræðan

Baráttan um sjötta sætið í algleymingi

Steinþór Már Auðunsson hefur leikið vel í marki KA í sumar og Hallgrímur Mar Steingrímsson er markahæstur KA-manna í deildinni með sex mörk. Myndir: Skapti Hallgrímsson

KA tekur á móti toppliði Breiðabliks í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Bæði lið þurfa nauðsynlega á stigunum þremur að halda, jafntefli og eitt stig yrði báðum vonbrigði þannig að nokkuð ljóst er að enginn fer fullkomlega ánægður heim að leik loknum. Flautað verður leiks kl. 16.15 á Greifavelli KA.

Tvær umferðir eru eftir áður en deildinni verður skipt í tvennt og sex efstu liðin halda áfram baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppni að ári.

Bardaginn um hið eftirsótta sjötta sæti er æsispennandi – KA komst upp í sjötta sæti tímabundið með sigri á Fram í síðustu umferð en Stjarnan vann HK daginn eftir og skipar nú sjötta sætið með 28 stig, ÍA er sæti ofar með 31 og FH í fjórða sæti með 32.

KA-menn eru í sjöunda sæti með 27 stig og geta mest náð 33 stigum fyrir skiptingu deildarinnar, vinni þeir leikina tvo sem eftir eru. Fram er í áttunda sæti með 26 stig og er neðst þeirra liða sem enn eiga möguleika á að tryggja sér sæti í efri hlutanum en líkurnar eru hverfandi.

Fjórir leikir af sex í dag skipta máli í baráttunni um sæti í efri hlutanum:

  • KA - Breiðablik
  • FH - Stjarnan
  • KR - ÍA
  • HK - Fram

Spennan er sannarlega í hámarki og þrennt skiptir KA meginmáli í dag; að leggja Breiðablik að velli, að Stjarnan sigri ekki FH og Akurnesingar fái ekki stig á KR-vellinum.

  • Vinni Stjörnumenn í Hafnarfirði verða KA-menn að sigra Blika til eiga enn möguleika á sæti í efri hlutanum fyrir lokaumferðina annan sunnudag.
  • Fagni KA-menn sigri í dag og gangi sú ósk þeirra eftir að ÍA tapi fyrir KR skipta úrslit í leikjum Stjörnunnar ekki máli að því leyti að þá verða örlög KA-strákanna í þeirra eigin höndum. Þeir yrðu þá einu stigi á eftir ÍA þegar liðin mætast í lokaumferðinni á Akranesi.

Eins og staðan er núna eru þetta viðureignir í 22. og síðustu umferð fyrir skiptingu sem skipta máli:

  • ÍA - KA
  • Fram - FH
  • ÍA - KA
  • Stjarnan - Vestri

Staðan í deildinni

Kennaradeilan haustið 2024

Ólafur Kjartansson skrifar
14. október 2024 | kl. 09:00

Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkurborgar

Hlín Bolladóttir skrifar
13. október 2024 | kl. 18:30

Fullkomlega óskiljanlegt

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
12. október 2024 | kl. 17:30

Sam­eigin­legt verk­efni okkar allra

Ingibjörg Isaksen skrifar
11. október 2024 | kl. 19:50

Með fjöreggið í höndunum

Hlín Bolladóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 16:15

Kostnaður ofbeldis

Alfa Jóhannsdóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 14:45