Fara í efni
Umræðan

Bæjarstjórn á villigötum?

Fréttir berast af því að Skipulagsráð hafi reynst að stórum hluta vanæft þegar kom af því að ákvarða framhald Tónatraðarmálsins. Fáir fulltrúar ráðsins reyndust hæfir til að taka ákvörðun, vanhæfir af ýmsum ástæðum.

Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista og Jón Hjaltason báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bar upp vanhæfi með fyrirvara um álit bæjarlögmanns.

Þrátt fyrir að stór hluti ráðsins sé vanhæfur tekur það eftirfarandi ákvörðun:

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að vísa ákvörðun um hvort kynna eigi drög að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags til bæjarstjórnar.

Ljóst er að meirihlutinn er í fullkomnu gönuhlaupi og má nefna að formaður ráðins hefur snúist í heilhring því hún lýsti andstöðu við málið í upphafi og fyrrum formaður ráðsins var sá sem hringdi í verktakann er að sjálfsögðu siðferðislega vanhæfur. Þetta er því augljóslega bæjaryfirvöldum til fullkominar skammar.

Ætlunin er að hlaupa frá ábyrgð og láta bæjarfulltrúa taka málið fyrir á bæjarstjórnarfundi. Aumt er ráðið í vandræðum sínum.

Á þessu stigi er vert að minna bæjarfulltrúa á að Minjastofnun friðaði gamla Sóttvarnahúsið sem byggt var 1905 og nú er það hugmynd meirihlutans að vanvirða friðun með því að byggja fjögur háhýsi allt um kring um það hús sem er sannarlega mikið skemmdarverk.

Ný drög Yrki arkitekta um deiliskipulag við Tónatröð sem birt voru í maí í vor eftir að Minjastofnun heimilaði ekki að húsið númer 8 verði fjarlægt. Húsið er því á sínum stað í hinum nýju drögum.

Svona bæjarfulltrúum til upplýsingar þá er friðun meira en friðun húss í svona tilelli meira en friðun hússins, líka er verið að friða umhverfi þess.

II. kafli Friðun húsa og annarra mannvirkja.
4. gr. Friða má mannvirki, hús eða húshluta, sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Friðun getur náð til nánasta umhverfis friðaðs mannvirkis. Friða má samstæður húsa sem hafa sama gildi og að framan greinir og gilda þá reglur friðunar um hvert einstakt þeirra. Tilgangur friðunarinnar er að tryggja sem besta varðveislu friðaða mannvirkisins.

Ef þörf er á þyrfti Minjastofnun að skerpa á þessu, líkega datt þeim ekki í hug annað eins skemmdarverk eins og verið er að vinna. Smekkleysið og lítilsvirðing eins og sjá má í þessari tillögu er himinhrópandi. Ég trúi því ekki að bæjarfulltrúar láti leiða sig inn í jafn smekklausa aðgerð og sjá má í þessari tillögu. Bæjarstjórnarfundur tekur þetta til umfjöllunar í næstu viku og enn er tími til að átta sig á hvaða vitleysu stefnir í gagnvart menningarminjum á Akureyri. Hætt er auk þess við stjórnsýslukæru vegna þess hvernig hvernig fyrrum Skipulagsráð stóð að þessu í upphafi. Allt þetta mál er stórfurðulegt og fróðlegt að sjá hversu langt bæjarfulltúar eru tilbúnir að ganga í þjónkun við verktaka.

Jón Ingi Cæsarsson áhugamaður um skipulagsmál.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15