Fara í efni
Umræðan

Ástand hesthúsagatna í Breiðholtshverfinu

Enn eitt opið bréf til bæjarstjórnar Akureyrar vegna ástand hesthúsagatna í Breiðholtshverfinu.

Á hverju vori á liðnum árum hefur annar af undirrituðum bent bæjaryfirvöldum á Akureyri á hreint út sagt ömurlegt ástand hesthúsgatna í Breiðholtinu ofan Akureyrar.

Nú erum við orðnir tveir.

Þrátt fyrir að hafa talað við marga innan stjórnkerfis Akureyrar um það sama og það sem meira er talað fyrir miklum skilningi hefur nákvæmlega ekkert, og við endurtökum ekkert, gerst til úrbóta í þeim efnum.

Heflun gatna sem hefur verið neyðaredding bæjarins á hverju ári er eiginlega bara hlægileg og við bendum á að sú aðgerð dugar stundum ekki daginn þann sem heflun fór fram eins og til dæmis í fyrravor, sama er um að sáldra einhverju efni ofan í dýpstu holurnar. Betra og ódýrara er fyrir bæinn að gera ekki neitt.

Það virðist vera að bæjarstjórn Akureyrar sé nákvæmlega sama um hvað hestamönnum er boðið í gatnamálum en á sama tíma er þessi sama bæjarstjórn einhuga í að rukka gatnargerðargjöld sem og fasteignaskatt af þeim hesthúsum sem þarna eru.

Það er því miður svo að þegar maður talar ár eftir ár um sama hlutinn og það virðist ekki vera neinn, og við endurtökum ekki neinn, áhugi bæjarstjórnar Akureyrar á að hlusta að þá endar það með því að fjölmiðlar eru það eina sem hægt er að beita í málaleitan sinni til að fá áheyrn.

Hesthúsagötur í Breiðholtshverfinu eru og hafa verið nú í mörg ár bæjarstjórn Akureyrar til háborinnar skammar og það er vont fyrir okkur hestamenn að engin kjörinn bæjarfulltrúi skuli teljast til áhugamanna um hestamennsku né stunda hana. Alveg er einnig öruggt að enginn af þessum ágætu bæjarfulltrúum vill keyra sína bíla á götunum sem okkur hestamönnum er boðið ár eftir ár.

Þetta segjum við vegna þess að við vitum hvernig ástand gatna er hjá öðrum íþróttafélögum og er nærtækast að nefna bara aðkomuna upp á golfvöll sem er til jafnmikillar fyrirmyndar fyrir bæjarstjórn Akureyrar og þið vitið hvað er andhverfa fyrirmyndar svo við nefnum það ekki, en þannig er staðan í hesthúsahverinu.

Í Breiðholti eru um 100 hesthús og þar eru á degi hverjum frá byrjun desember og út júní gríðarleg umferð hestamanna að sinna sinni íþrótt og sú ömurlega staða sem er á húsagötunum er slík að bílar hafa verið að skemmast og á stundum eru göturnar hreint út sagt ófærar. Einnig er vert að benda á að á síðasta ári þegar unnið var við lagningu Hólasandslínu 3 var mikil þungavinnuvélaumferð um hluta gatna Breiðholtshverfisins sem engan vegin þoldu þessa umferð en enn þann dag í dag hefur ekki verið gerð ein einasta tilraun til að laga þó væri ekki nema þær götur sem verst urðu úti í þessum framkvæmdum. Sennilega ekki frekar áhugi á því en öðru er snýr að gatnakerfinu í Breiðholtinu.

Það væri gaman að vita og við undirritaðir spyrjum bæjarstjórn Akureyrar. Hvað eru tekjur bæjarsjóðs Akureyrar í gjöldum af hesthúsum í Breiðholtinu á hverju ári? Við þessari spurningu viljum við undirritaðir fá svör.

Með bréfi þessu er þolinmæði okkar undirritaðra svo gjörsamlega þrotin og við krefjumst þess að ekki seinna en NÚNA verði samþykkt að hefja uppbyggingu hesthúsagatna í Breiðholtshverfinu og þeim lokið eigi síður en á haustdögum.

Ekki verði farið í neinar björgunarðagerðir, þær hafa engu skilað, aldrei, og við förum fram á að bæjarstjórn Akureyrar sýni hestamönnum þann sama sóma og öðrum bæjarbúum er varðar þann málaflokk er bréf þetta tekur til.

Akureyri 4. maí 2023.

Gunnar Frímannsson og Sigfús Ólafur Biering Helgason eru hesthúsaeigendur í Breiðholtshverfi.

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00