Fara í efni
Umræðan

Aron Einar með Þór á nýjan leik – MYNDIR

Stjórnandi! Strax og Aron kom inná i gær var hann kominn í hlutverk leiðtogans; lét vel í sér heyra og stjórnaði sínum mönnum. Þórsarinn til vinstri er Sigfús Fannar Gunnarsson. Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

Aron Einar Gunnarsson, kunnasti knattspyrnumaður í sögu Þórs, lék í gær í fyrsta skipti í 18 ár með uppeldisfélaginu. Íþróttaljósmyndarinn magnaði, Þórir Ó. Tryggvason, var að sjálfsögðu á staðnum og fylgdist grannt með Aroni Einari á þessari sögulegu stundu.

Þór gerði á 2:2 jafntefli gegn Njarðvík á heimavelli í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins eins og Akureyri.net sagði frá í gær: Aron Einar kom, sá og gerði jafntefli. Þessi þrautreyndi landsliðsmaður og fyrirliði, sem hefur ekkert leikið í marga mánuði vegna meiðsla, byrjaði á varamannabekknum í gær en kom inn á þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður. Staðan var þá 2:0 fyrir gestina, en Þórsarar jöfnuðu og leiknum lauk 2:2. Aron lagði upp seinna markið með frábærri sendingu.

Hér má sjá frábæra myndasyrpu Þóris Ó. Tryggvasonar frá gærdeginum.

Hverfist allt um lokamarkmiðið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
10. september 2024 | kl. 13:30

Umhverfisslys í Kjarnaskógi

Elín Kjartansdóttir skrifar
02. september 2024 | kl. 14:30

Gulir og glaðir að störfum

Bragi V. Bergmann skrifar
02. september 2024 | kl. 14:25

Telja Brussel vera langt í burtu

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
01. september 2024 | kl. 06:00

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30

Tala eingöngu um vextina

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 19:00