Tugir Þórsara nýta sér ókeypis rútuferð

Knattspyrnudeild Þórs býður stuðningsmönnum upp á ókeypis rútuferð til Reykjavíkur vegna leiksins við Þrótt á laugardaginn í lokaumferð Lengjudeildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins. Þórsarar eru í efsta sæti, einu stigi á undan Þrótti, og geta því tryggt sér sæti í Bestu deildinni.
Í morgun höfðu um 80 manns skráð sig þannig að tvær rútur hið minnsta verða á ferðinni. Brottför er frá Hamri klukkan 7.00 á laugardagsmorgun og haldið verður heimleiðis á ný fljótlega að leik loknum.
Leikurinn hefst á AVIS velli Þróttar í Laugardal kl. 14.00 en Þórsarar hafa auglýst upphitun fyrir stuðningsmenn í Minigarðinum við Skútuvog frá kl. 11.30. Búist er við miklum fjölda fólk á leikinn og Þórsarar hvetja sitt fólk því til að hafa hraðar hendur ætli það sér á völlinn.


Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Er menntakerfið eina vandamálið?

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref?
