Fara í efni
Umræðan

Andlátið á SAk var ekki vegna Covid-19

Aldraður karlmaður með Covid-19 sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) á laugardaginn lést ekki vegna sjúkdómsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í morgun.

Yfirlýsingin er svolhjóðandi: 

„Tilkynnt var 21. febrúar sl. að sjúklingur hafi látist á SAk vegna Covid-19. Í ljósi skilgreininga á andláti af völdum Covid-19 sem var gefin út af embætti landlæknis 22. febrúar og yfirferð sjúkraskrárgagna í framhaldi af því þá er ekki talið að Covid-19 hafi átt afgerandi þátt í andláti þessa einstaklings og það eigi því ekki að skilgreina sem andlát vegna faraldursins. Er þetta hér með leiðrétt og beðist velvirðingar á þessu ásamt því að aðstandendum er vottuð samúð.

F.h. Viðbragðsstjórnar SAk

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga.“

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15