Andlátið á SAk var ekki vegna Covid-19

Aldraður karlmaður með Covid-19 sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) á laugardaginn lést ekki vegna sjúkdómsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í morgun.
Yfirlýsingin er svolhjóðandi:
„Tilkynnt var 21. febrúar sl. að sjúklingur hafi látist á SAk vegna Covid-19. Í ljósi skilgreininga á andláti af völdum Covid-19 sem var gefin út af embætti landlæknis 22. febrúar og yfirferð sjúkraskrárgagna í framhaldi af því þá er ekki talið að Covid-19 hafi átt afgerandi þátt í andláti þessa einstaklings og það eigi því ekki að skilgreina sem andlát vegna faraldursins. Er þetta hér með leiðrétt og beðist velvirðingar á þessu ásamt því að aðstandendum er vottuð samúð.
F.h. Viðbragðsstjórnar SAk
Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga.“


Líflínan

Samstaða, kjarkur og þor

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar
