Fara í efni
Umræðan

Áhugaleysi Vegagerðarinnar

Það er alveg kostulegt hvað ríkisstofnunin Vegagerðin sópar flestu sínu undir teppi og upplýsir eyjaskeggja illa um stöðu mála en nú hefur loks komið í ljós að Sæfari hefji siglingar 7. júní næstkomandi til Grímseyjar. Ég hef mitt að segja um vinnubrögð Vegagerðarinnar, sér í lagi eftir skrautlegt útboð sem var gert á Hríseyjarferjunni undir lok árs sem Andeyjarmenn kærðu í lok desember.

Í október óskaði Vegagerðin eftir tilboðum fyrir rekstur á Hriseyjarferjunni til næstu fimm ára. Þrjú tilboð bárust og eins og fyrr segir var það m.a. Andey EHF, Ferry EHF á Ársskógssandi og óstofnað hlutafélag einstaklings sem hafði rekið Viðeyjarferjuna frá árunum 1993-2008. Að lokum var tilboð hans samþykkt og rök Vegagerðarinnar fyrir því voru að hin tvö tilboðin voru yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.

Gott og vel, við þessa ákvörðun sem var síðar kærð hefði mikið breyst, af þessum níu ferðum sem farnar eru dag hvern á milli Hríseyjar og Ársskógssands hefði ferðum mögulega verið fækkað. Enda var það tilboð sem taka átti svo lágt að vandséð er að hægt hefði verið að halda óbreyttri þjónustu. Samkvæmt mínum tölum starfa átta Hríseyingar í landi og ef tilteknir einstaklingar hefðu ekki getað komist til vinnu, hvað þá?

Hvað þetta útboð varðar þá var það eins og fyrr segir kært til kærunefndar útboðsmála sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið og er hlutverk nefndarinnar að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup og reglum settum samkvæmt þeim.

Málið var tekið til skoðunar og var fátt um svör í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar á meðan úttektin fór fram, loks í mars samdi Vegagerðin við Andey um rekstur á ferjunni til 31. desember 2023. Áður hafði verið samið um áframhaldandi rekstur frá 1. janúar 2023 - 31. mars 2023 eftir að útboðið var kært.

Það er því ekki bara málefni Hríseyjarferjunnar sem Vegagerðin hefur óskaplega lítinn áhuga á heldur einnig um Grímseyjarferjuna eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Fyrir tæplega mánuði birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um að Vegagerðin hafi áhyggjur af mannabreytingum á Herjólfi, en hvað með Hríseyjarferjuna, það eru mögulega mannabreytingar um næstu áramót en lítil viðbrögð hafa verið enn sem komið er.

Mig langaði að vekja athygli á þessu áhugaleysi Vegagerðarinnar á ferjumálum á landsbyggðinni eftir að fréttir um Sæfara birtust í fjölmiðlum.

Guðmundur Gísli Þrastarson býr í Hrísey

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03