Fara í efni
Umræðan

Afmælisboð í kvöld: 130 ár frá fæðingu Davíðs

Davíð Stefánsson og móðir hans, Ragnheiður Davíðsdóttir.

Í dag eru 130 ár síðan skáldið Davíð Stefánsson fæddist að Fagraskógi á Galmaströnd í Eyjafirði. Davíð, sem gerður var að heiðursborgara á Akureyri þegar hann varð sextugur árið 1955, er eitt af höfuðskáldum Íslendinga á 20. öld. Hann lést 1964.

Davíðshús, heimili skáldsins að Bjarkarstíg 6 á Akureyri, er varðveitt sem safn í nánast óbreyttri mynd eftir að hann féll frá. Í stofunni verður 130 ára afmælinu fagnað í kvöld með söng, sögum og lestri. Þar kemur fram listafólkið Sesselía Ólafsdóttir og Svavar Knútur.

Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út rétt fyrir jólin 1919, þegar Davíð var 24 ára. Hún náði fádæma vinsældum, seldist upp og hlaut einróma lof gagnrýnenda.

„Fáar íslenskar ljóðabækur hafa náð þvílíku flugi og Svartar fjaðrir, sem hafa verið gefnar út 13 sinnum síðast árið 2011 og stendur til að endurútgefa á þessu ári. Þannig þurfti að prenta þrjú upplög af bókinni 1955 til að anna eftirspurn,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, í pistli sem hann skrifaði fyrir Akureyri.net og birtist í dag. Minjasafnið hefur umsjón með Davíðshúsi.

Samkoman í Davíðshúsi hefst kl. 19:30 í kvöld. Aðgangur er ókeypis og allir að sjálfsögðu velkomnir.

Smellið hér til að lesa pistil Haraldar Þórs Egilssonar

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30