Fara í efni
Umræðan

Af hverju hata þau okkur svona mikið?

Fólk við vinnu, börn að leik, í skugga trjánna sátu þau eldri,
hjarta þorpsins sló í sínum takti.
Venjulegt fólk, með drauma, sem lýstu upp daginn þeirra.
 
Í landi langt í burtu, lögðu hinir siðmenntuðu á ráðin,
veggmynd harmleiks var teiknuð upp.
Valdið spann enn einn þráðinn, blóðugan, í sinn svikavef.
 
Hún gerði ekki boð á undan sér, sprengjan, hún kom í þögn,
svo gerði hún það sem henni var ætlað.
Afurð hátækni, sem við stærum okkur af, tætti í sundur líkama fólksins.
 
Með sprengjunni sprakk líka sannleikurinn, í staðinn kom lygin,
yfirhylmingin og réttlætingin, viðurstyggðin.
Nauðsynlegur fórnarkostnaður í þágu friðar, en friðar hvers?
 
Í fjarlægum löndum, þar sem börn gráta, hatri er sáð,
andlit hræsni, speglast í rústum náðarinnar.
Sorgleg saga, aldagömul, saga skrifuð, en samt ósögð.
 
Við, hin siðmenntuðu, blind fyrir kostnaði grimmdarverka í okkar nafni,
blind fyrir neyð, við, full af yfirlæti, spyrjum:
„Af hverju hata þau okkur svona mikið?“
 

Jón Óðinn Waage er leiðbeinandi barna með hegðunarvandamál og fyrrverandi júdóþjálfari

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30