Fara í efni
Umræðan

Af hverju hata þau okkur svona mikið?

Fólk við vinnu, börn að leik, í skugga trjánna sátu þau eldri,
hjarta þorpsins sló í sínum takti.
Venjulegt fólk, með drauma, sem lýstu upp daginn þeirra.
 
Í landi langt í burtu, lögðu hinir siðmenntuðu á ráðin,
veggmynd harmleiks var teiknuð upp.
Valdið spann enn einn þráðinn, blóðugan, í sinn svikavef.
 
Hún gerði ekki boð á undan sér, sprengjan, hún kom í þögn,
svo gerði hún það sem henni var ætlað.
Afurð hátækni, sem við stærum okkur af, tætti í sundur líkama fólksins.
 
Með sprengjunni sprakk líka sannleikurinn, í staðinn kom lygin,
yfirhylmingin og réttlætingin, viðurstyggðin.
Nauðsynlegur fórnarkostnaður í þágu friðar, en friðar hvers?
 
Í fjarlægum löndum, þar sem börn gráta, hatri er sáð,
andlit hræsni, speglast í rústum náðarinnar.
Sorgleg saga, aldagömul, saga skrifuð, en samt ósögð.
 
Við, hin siðmenntuðu, blind fyrir kostnaði grimmdarverka í okkar nafni,
blind fyrir neyð, við, full af yfirlæti, spyrjum:
„Af hverju hata þau okkur svona mikið?“
 

Jón Óðinn Waage er leiðbeinandi barna með hegðunarvandamál og fyrrverandi júdóþjálfari

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00