Fara í efni
Umræðan

2023 – ár bjartsýni og samvinnu

Árin 2021 og 2022 hafa töluvert einkennst af stríði bæjaryfirvalda við borgarana sérstaklega í skipulagsmálum. Það má glöggt sjá stöðu þessa málaflokks í hugum bæjarbúa. Í RÚV í fyrra birtist lítil grein þar sem fjallað var um hin ýmsu mál samkvæmt niðurstöðum úr könnun Gallup. Þar segir: Gallup kannar árlega viðhorf íbúa tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins til þjónustu. Samkvæmt niðurstöðum sem birtust á vef Akureyrarbæjar er mikill meirihluti bæjarbúa frekar eða mjög ánægður með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Skipulagsmál eru bæjarbúum oft mikið þrætuepli og svo virðist sem Akureyringar séu ósáttir við hvernig haldið er á málum. Aðeins 25 prósent svarenda sögðust vera frekar eða mjög ánægðir með skipulagsmál í bænum.“

Svo var það, 25% er auðvitað áfellisdómur yfir meðferð þessa málaflokks. Kannski ekki undarlegt því bæjaryfirvöld ætluðu að valta yfir bæjarbúa með einstrengislegri og ófaglegri nálgun. Bæjarbúum tóks að að láta bæjaryfirvöld setja í gang könnun meðal bæjarbúa og áform um háhýsabyggð á Tanganum. Það skítféll. Enn hanga yfir áform um byggingu háhýsa í Spítalabrekkunni, sem er ekki aðeins hrikaleg inngrip í gömlu byggðinna í Innnbænum, heldur er stjórnsýslan í kringum það mál eitt allsherjar klúður sem flestir þekkja. Bærinn er líklega ekki búinn að bíta úr nálinni með þann gjörning. Nýr tími með aukinni fagmennsku og íbúasamráði er boðaður. Bæjaryfirvöld hafa nú sett í gang vinnu þar sem boðað er að íbúasamráð verði aukið og fagmennska verði í hávegum höfð. Allir vita að svokallað verktakalýðræði hefur ráðið för í stórum málum og er Tónatraðarmálið gott dæmi um þau vinnubrögð.

Það er því gleðiefni að marka eigi nýja stefnu í þessum málaflokki og fleirum. Aukið íbúasamráð er boðað.

Akureyringum þykir vænt um bæinn sinn og þegar bæjaryfirvöld ganga fram af okkur þá er brugðist við af krafti. Vonandi sjáum við framtíð þar sem bæjaryfirvöld vinni með þeim hætti að ræða sig að faglegri niðurstöðu og hætti þeim leiða ósið að henda verktakasmíðuðum tillögum í hausinn á bæjarbúum og sitja svo uppi með skömmina, sem 25% í skipulagsmálum segir okkur.

Framundan er boðuð breytt og bætt vinnubrögð þar sem bæjaryfirvöld tala við bæjarbúa um lausnir og tillögur og láti af þeim plagsið að henda fullbúnum verktakatillögumí hausinn á bæjarbúum á viðkæmum svæðum.

Ég trúi því að árið 2023 verði árið þar sem við stöndum öll saman um að verðveita sögu á ásýnd bæjarins okkar til langar framtíðar í sátt og samvinnu.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár með blóm í haga og sátt bæjarbúa og bæjaryfirvalda.

Jón Ingi Cæsarsson er áhugamaður um skipulagsmál, meðal annars.

Jöfn tæki­færi til menntunar

Ingibjörg Isaksen skrifar
08. október 2024 | kl. 22:30

Góð leiksvæði eru gulls ígildi

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
08. október 2024 | kl. 09:30

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. október 2024 | kl. 06:00

Heil­brigðis­stofnun Norður­lands 10 ára í dag

Jón Helgi Björnsson skrifar
01. október 2024 | kl. 12:20

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
28. september 2024 | kl. 12:00

Hvað segir það um málstaðinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. september 2024 | kl. 06:00