Fara í efni
Pistlar

Viðgerð hafin á Maríu Júlíu

Akureyrski dráttarbáturinn Sleipnir og María Júlía í morgun. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Nú er hafin vinna við hið sögufræga skip Maríu Júlíu, en skipið var dregið frá Ísafirði til Akureyrar í lok mars. 

Í frétt Rúv um viðgerð skipsins er rætt við Garðar Jóhannesson, verkefnisstjóra í Slippnum á Akureyri, um verkefnið sem nú er fyrir höndum. Verkefni Slippsins á Akureyri er að taka vélina, stýrishúsið og allan stálbúnað úr skipinu, færa það í slipp, gera við botninn sem þarf að gera, mála hann og kalfakta, það er að þétta allan botninn, að því er kemur fram í viðtali Rúv við Garðar. Skipið verður síðan dregið til Húsavíkur þar sem fram fer timburvinna á efra dekki og fleira.

Viðgerð skipsins er mikið verk, en að því standa Hollvinasamtök Maríu Júlíu sem stofnuð voru á Ísafirði fyrir nokkrum misserum. Undir lok liðins árs komst loks skriður á málið og skipti fjárframlag frá ríkissjóði að upphæð 15 milljónir króna miklu fyrir framvindu verksins, að því er fram kemur í fréttinni. 

Kunningi frænda míns

Orri Páll Ormarsson skrifar
18. maí 2024 | kl. 14:00

Dagur læknisins

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
17. maí 2024 | kl. 18:00

Kolefnissugur og endurskinshæfni gróðurlenda

Sigurður Arnarson skrifar
15. maí 2024 | kl. 13:30

Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 35 (Fagrastræti 1)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
15. maí 2024 | kl. 08:00

Þúfnaganga

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
13. maí 2024 | kl. 13:30

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30