Fara í efni
Pistlar

Vilja sérstaka stjórn fyrir Akureyrarflugvöll

Mynd: Hörður Geirsson
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hvetja stjórnvöld til að nýta betur þau miklu tækifæri sem felast í millilandflugi um Akureyrarflugvöll og vilja að komið verði á sérstakri stjórn fyrir Akureyrarflugvöll sem ætlað verði að móta stefnu hans til framtíðar. Hlutverk hennar verði að byggja upp völlinn sem öfluga, alþjóðlega gátt inn í landið, þróa nauðsynlega innviði, tryggja samkeppnishæfni hans og leiða markaðssetningu í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Íslandsstofu. Þetta er á meðal þess sam ályktað var á nýafstöðnu Haustþingi SSNE.
 
Þá leggja samtökin áherslu á að flugþróunarsjóður verði efldur, bæði með auknu fjármagni og endurskoðun á reglum hans, svo hægt sé að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og rekstrargrundvöll beins millilandaflugs til Akureyrar. 
 
Kominn tími til að nýta tækifærin til fulls
 
„Millilandaflugið hefur þegar skilað sér í aukinni uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi og leikur mikilvægt hlutverk í því að skapa góð skilyrði fyrir atvinnuppbyggingu og bæta búsetugæði. Tækifærin í því að efla millilandaflugið og festa í sessi með frekari fjárfestingu í flugþróunarsjóði eru gríðarleg, með auknum fyrirsjáanleika sem gefur forsendur fyrir frekari uppbyggingu. Þannig eykst samkeppnishæfi alls svæðisins sem flugvöllurinn nær til og um leið alls landsins. Á Akureyrarflugvelli mætast tækifæri ferðaþjónustu, útflutnings og atvinnuuppbyggingar. Það er kominn tími til að nýta þau tækifæri til fulls — í þágu Norðurlands eystra og landsins alls,“ segir Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður SSNE.
Í ályktun haustþings SSNE segir einnig að beint flug til og frá Akureyri hafi þegar sýnt fram á mikla möguleika til að styrkja ferðaþjónustu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Bent er á að samkvæmt nýlegri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála stuðli millilandaflug til Akureyrar að aukinni dreifingu ferðamanna og eflingu ferðaþjónustu utan suðvesturhorns landsins. Þar segir einnig: „Akureyrarflugvöllur er mikilvæg innviða- og atvinnuuppbygging fyrir allt Norðurland eystra og raunar fyrir landið í heild. Með eflingu flugs um Akureyri skapast ný tækifæri fyrir ferðaþjónustu, útflutning, erlendar fjárfestingar og tengsl við alþjóðamarkaði sem nýtast landinu öllu.“

Lausnin 6/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
10. janúar 2026 | kl. 06:00

Sópaði Strákunum okkar út á fimm sekúndum

Orri Páll Ormarsson skrifar
09. janúar 2026 | kl. 14:00

Lausnin 5/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
09. janúar 2026 | kl. 06:00

Lausnin 4/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
08. janúar 2026 | kl. 06:00

Runnkennt elri til landgræðslu - Fyrri hluti: Almennt

Sigurður Arnarson skrifar
07. janúar 2026 | kl. 10:00

Lausnin 3/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
07. janúar 2026 | kl. 09:00