Þórsarar léku vel en jafntefli í fyrsta leik

Þór og HK gerðu 1:1 jafntefli í Boganum í kvöld í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn var mjög skemmtilegur og frammistaða Þórs lofar góðu fyrir sumarið. Þórsarar voru nær sigri; þeir höfðu töluverða yfirburði í seinni hálfleik, fengu ákjósanleg tækifæri til að skora og gengu því vonsviknari af velli en gestirnir úr Kópavogi sem ættu að vera mjög sáttir við eitt stig.
Dagur Orri Garðarsson skoraði fyrir HK strax á 6. mínútu en Ibrahima Balde jafnaði með næst síðustu spyrnu fyrri hálfleiksins. Strax og HK byrjaði á miðjunni eftir markið flautaði dómarinn til merkis um að leiktíminn væri liðinn.
Ekki er ofsagt að leikurinn hafi byrjað með látum; HK fékk dauðafæri þegar aðeins 20 sekúndur voru liðnar, nákvæmlega einni mínútu síðar voru Þórsarar mjög nálægt því að skora og HK komst yfir þegar fimm mínútur og 15 sekúndur voru búnar af leiknum. Upphafskaflinn var satt að segja ótrúlegur; langt er síðan sá sem þetta skrifar hefur orðið vitni að jafn fjörlegri byrjun á leik.
Þórsliðið lék vel í dag og einu vonbrigðin eru að mörkin yrðu ekki fleiri og stigin þar með þrjú.
Nánar í fyrramálið


Sístöðulaust óhljóð frá hjartanu

Blágreni

Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)

Bravo
