Þórsarar komnir í Bestu deildina!

Þór tryggði sér í dag sæti í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þórsarar sigruðu Þróttara 2:1 í Reykjavík í lokaumferð næst efstu deildar, Lengjudeildarinnar, og unnu þar með deildina.
Sigfús Fannar Gunnarsson kom Þór í 1:0 eftir laglega sendingu Ýmis Más Geirssonar á 25. mínútu og Ingimar Arnar Kristjánsson breytti stöðunni í 2:0 þegar hann þrumaði boltanum í markið eftir hornspyrnu á 71. mínútu. Viktor Andri Hafþórsson lagaði stöðuna fyrir Þrótt í blálokin.
Þegar lokaflautið gall brutust út gríðarleg fagnaðarlæti meðal Þórsara, jafnt innan vallar sem utan. Lið Þórs hefur ekki leikið í efstu deild Íslandsmótsins síðan 2014; biðin eftir sæti í deild þeirra best hefur verið löng og ströng, og stundin þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari blés til leiksloka í dag því sannarlega langþráð.
Þór fékk 45 stig í leikjunum 22, Njarðvík varð í öðru sæti með 43 og Þróttur í þriðja sæti með 41 stig.
MEIRA SÍÐAR
Sigfús Fannar Gunnarsson (37) ásamt alsælum stuðningsmönnum Þórs eftir að hann gerði fyrsta mark leiksins í dag.
Sigurinn í höfn? Ingimar Arnar Kristjánsson, fremstur, eftir að hann kom Þór í 2:0 í dag. Aðrir Þórsarar, frá vinstri: Christian „Greko“ Jakobsen, Juan Guardia Hermida, Rafa Victor (9) og Ibrahime Balde.
Aron Ingi Magnússon (19) og Ingimar Arnar Kristjánsson (23) fagna með stuðningsmönnum Þórs að leikslokum.


Svartþröstur

Fífilgerði, gamla íbúðarhúsið

Rabarbari

Tvístígandi
