Fara í efni
Pistlar

Þór semur við Ágúst Eðvald Hlynsson

Mynd af miðlum Þórs

„Knattspyrnudeild Þórs og Ágúst Eðvald Hlynsson hafa gert með sér samkomulag um að Ágúst gangi til liðs við Þór um áramótin og mun Ágúst því snúa aftur heim í Þorpið eftir þrettán ára fjarveru.“

Þannig hefst tilkynning sem Þórsarar birtu á miðlum sínum í kvöld. Þór sigraði í sumar í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins, og leikur því í Bestu deildinni á ný næsta sumar. Ágúst Eðvald er 25 ára sókndjarfur miðjumaður og er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Þór um helgina. Í gær var greint frá því að Atli Sigurjónsson væri á heimleið.

Tilkynning knattspyrnudeildar Þórs hljóðar svo í heild:

„Knattspyrnudeild Þórs og Ágúst Eðvald Hlynsson hafa gert með sér samkomulag um að Ágúst gangi til liðs við Þór um áramótin og mun Ágúst því snúa aftur heim í Þorpið eftir þrettán ára fjarveru.

Ágúst, sem er fæddur árið 2000, kemur til Þórs frá Vestra þar sem hann varð bikarmeistari í sumar en Ágúst hefur einnig leikið með Breiðablik, Víking, FH og Val í efstu deild hér á landi og hefur leikið alls 116 leiki í efstu deild og skorað 23 mörk.

Hann hefur einnig leikið erlendis, var á mála hjá unglingaliðum Norwich og Brøndby 2017-2019 og hefur leikið með Horsens og AB í Danmörku. Þá á Ágúst 35 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað 5 mörk í þeim leikjum.

Ágúst þekkir vel til í Þorpinu því hér ólst hann upp en Ágúst lék með yngri flokkum Þórs upp í 5. flokk. Þá fluttist fjölskyldan búferlum í höfuðborgina og Ágúst hóf að æfa með Breiðablik.

Við bjóðum Ágúst velkominn heim í Þorpið og hlökkum til að sjá hann í baráttunni í Bestu deildinni með okkar mönnum.“

Þórsarar birtu í kvöld skemmtilegt myndband frá ferli Ágústs Eðvalds á Instagram. Smellið hér til að horfa.

Hversdagshetjur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. desember 2025 | kl. 09:00

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 42

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. nóvember 2025 | kl. 06:00

Úrillt og ráðvillt trippastóð

Orri Páll Ormarsson skrifar
28. nóvember 2025 | kl. 10:00

Strandrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 20:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00