Fara í efni
Pistlar

Ráðstefna um kennslu og gæði hennar í HA

Gæði kennslu á Norðurlöndunum hafa verið rannsökuð. Ráðstefna verður haldin í Háskólanum á Akureyri þar sem niðurstöðurnar verða ræddar í erindum og málstofum. Mynd: unsplash/tim gouw

Ráðstefna um gæði kennslu verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 5. apríl. Grunnurinn að efni ráðstefnunnar er ný bók sem hefur komið út um niðurstöður rannsóknar á gæðum kennslu á Norðurlöndunum, Quality in Nordic Teaching (QUINT). „Rannsóknin var yfirgripsmikil og sneri að gæðum kennslu í skólastarfi, tengslum fræða og starfs, starfsþróun og kennaramenntun á Norðurlöndum,“ segir Guðmundur Engilbertsson deildarforseti Kennaradeildar HA sem skipuleggur ráðstefnuna í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar.

„Skoðað var hvað einkennir góða kennsluhætti og hvernig þeir geta haft áhrif á árangur nemenda og einnig hvar tækifæri felast til að gera betur og ná auknum árangri í kennslu,“ segir Guðmundur ennfremur. „Í rannsókninni hefur safnast gríðarmikið af gögnum sem hafa hjálpað okkur að átta okkur á gæðum kennslu í mörgum lykilþáttum sem stuðla að farsæld og árangri í námi.“

Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni eru:

  • Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Háskóla Íslands
  • Birna María Svanbjörnsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri
  • Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri
  • Jóhann Örn Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Rúnar Sigþórsson, prófessor emeritus

Ívar Rafn Jónsson, lektor við Háskólann á Akureyri, verður ráðstefnustjóri. Haldnar verða sjö málstofur þar sem ráðstefnugestum gefst færi á því að taka þátt í umræðum um efni ráðstefnunnar. Það þarf að skrá sig, en allar upplýsingar má finna á heimasíðu HA.

 

Skjáskot af bæklingi um dagskrá ráðstefnunnar. HÉR má skoða allan bæklinginn og nánari upplýsingar um erindin og málstofurnar.

Sístöðulaust óhljóð frá hjartanu

Orri Páll Ormarsson skrifar
02. maí 2025 | kl. 11:00

Blágreni

Sigurður Arnarson skrifar
30. apríl 2025 | kl. 16:30

Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. apríl 2025 | kl. 13:45

Bravo

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. apríl 2025 | kl. 11:30

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00

Bjóðum þjófa og slordóna velkomna

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. apríl 2025 | kl. 06:00