Fara í efni
Pistlar

Oddeyrin komin eftir spennandi breytingar

Oddeyrin EA 210 við Togarabryggjuna í morgun. Ljósmynd: Þórhallur Jónsson.

Oddeyrin EA 210 kom til heimahafnar á Akureyri í morgun eftir miklar breytingar í Danmörku síðustu mánuði.

Samherji keypti skipið, sem áður hét Western Chieftain, frá Írlandi. Þar var það notað við veiði uppsjávarfiska; síldar, loðnu, makríls og slíkra tegunda, en hefur verið breytt til bolfiskveiða og þeirri nýjung bætt við að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sérútbúnum tönkum. Það fyrirkomulag hefur ekki verið stundað við veiðar hérlendis, en frá og með síðari hluta sumars eða haustinu gætu skipverjar komið með sprellifandi þorsk að landi til vinnslu.

Samherjamenn hafa sagt þetta fyrirkomulag bjóða upp á mun meiri sveigjanleika í meðferð afla og betri stýringu vinnuálags um borð og í landi.

Slægingarbúnaður er smíðaður í Slippnum, hann verður settur um borð í sumar, svo og þvottakör, en vegna fría starfsmanna líkur því verki ekki fyrr en í ágúst, sagði Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, við Akureyri.net í dag.

Smellið hér til að lesa fyrstu frétt Akureyri.net um þessa nýjung.

Skíðaferðir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
06. maí 2024 | kl. 11:30

Gangstétt varð gúmmíi að bráð

Orri Páll Ormarsson skrifar
03. maí 2024 | kl. 16:30

Tengsl sitkagrenis við verkalýðsfélög

Skapti Hallgrímsson skrifar
01. maí 2024 | kl. 10:10

Hús dagsins: Gamli Skóli; Eyrarlandsvegur 28

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
30. apríl 2024 | kl. 06:45

Kartöflur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
29. apríl 2024 | kl. 11:30

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15