Fara í efni
Pistlar

Með rólegra móti á íþróttasviðinu

Vikan er með rólegra móti þegar litið er á leikjadagskrár Akureyrarliða í boltaíþróttunum og íshokkíinu. Lítið um að vera fyrr en dregur að helginni, en þá er á dagskrá körfubolti, fótbolti, blak og íshokkí.

FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR - fótbolti, körfubolti 

Þór/KA er með tvö lið skráð í Kjarnafæðimótið í knattspyrnu. Þór/KA2 hefur ekki enn spilað leik, en samkvæmt leikjadagskránni taka þær á móti liði Völsungs í Boganum á föstudagskvöld.

  • Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, kvennadeild
    Boginn kl. 19:00
    Þór/KA2 - Völsungur

- - -

Þórsarar mæta liðinu sem er sæti ofar í töflunni í næsta leik sínum í 1. deild karla í körfuknattleik, Snæfelli. Þór hefur unnið þrjá leiki af 13, en Snæfell fjóra. Fyrri leik liðanna sem fram fór í Stykkishólmi í október lauk með sigri Snæfells, 83-66.

  • 1. deild karla í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
    Þór - Snæfell

LAUGARDAGUR 17. JANÚAR - blak, handbolti, íshokkí

Karlalið KA í blaki fór á topp deildarinnar með sigri á Þrótturum í fyrsta leik ársins en Hamar laumaði sér síðan í toppsætið. Bæði lið reyndar með 31 stig úr 13 leikjum, bæði lið hafa unnið 36 hrinur og tapað 15 hrinum, en stigahlutfall Hvergerðinga er betra. Nú er hins vegar komið að heimsókn KA-liðsins vestur á Ísafjörð þar sem KA mætir Vestra á laugardaginn. Vestri er í 5. sæti deildarinnar með 18 stig úr 14 leikjum.

  • Unbroken-deild karla í blaki
    Íþróttahúsið Torfnesi, Ísafirði, kl. 14
    Vestri - KA

KA og Vestri mættust tvívegis á Akureyri í október og vann KA báðar viðureignirnar 3-0.

- - -

Eftir góðan heimasigur á liði ÍR í 12. umferð Olísdeildarinnar er komið að heimsókn að Hlíðarenda þar sem KA/Þór mætir toppliði Olísdeildar kvenna í handknattleik. KA/Þór er í 6. sæti deildarinnar með 11 stig, eins og Fram og Haukar sem raðast í sætin fyrir ofan. Valur er á toppnum með 20 stig.

  • Olísdeild kvenna í handknattleik
    N1 höllin að Hlíðarenda kl. 15:30
    Valur - KA/Þór

Fyrri leik liðanna sem fram fór á Akureyri í október lauk með sjö marka sigri Vals, 23-30.

- - -

Kvennalið SA í íshokkí hefur verið á miklu flugi það sem af er tímabilinu, hefur ekki tapað leik, en þrisvar farið í framlengingu og unnið þar eða í vítakeppni. SA er með 30 stig á toppi Toppdeildar kvenna eftir 11 leiki, en SR með 14 stig úr átta leikjum.

  • Toppdeild kvenna í íshokkí
    Skautahöllin á Akureyri kl. 16:45
    SA - SR

Liðin hafa mæst fjórum sinnum í vetur og SA unnið allar viðureignirnar, þar af tvær eftir framlengingu og vítakeppni. Fyrr í vikunni varð ljóst að þessi tvö lið munu eigast við í eingívinu um Íslandsmeistaratitil kvenna, eftir að SR vann Fjölni. Það verður í fyrsta skipti sem kvennalið SR kemst í úrslitaeinvígið.

Runnkennt elri til landgræðslu - Seinni hluti: Tegundir

Sigurður Arnarson skrifar
14. janúar 2026 | kl. 09:45

Hreyfing – þegar gæði skipta meira máli en magn

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Þekking

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 09:45

Lausnin 7/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. janúar 2026 | kl. 06:00

Aufúsugestir í Eyrarvegi

Jóhann Árelíuz skrifar
11. janúar 2026 | kl. 06:00

Lausnin 6/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
10. janúar 2026 | kl. 06:00