Fara í efni
Pistlar

Lögreglan lokaði tveimur veitingastöðum

Lögreglan lokaði tveimur veitingastöðum

Lögreglan lokaði tveimur veitingahúsum á Akureyri í gærkvöldi, öðru vegna útrunnins rekstrarleyfis og hinu vegna brots á sóttvarnarlögum.

Samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar skulu gestir hafa yfirgefið veitingahús eigi síðar en kl 23:00. Á þessu tiltekna veitingahúsi var enn verið að þjóna til borðs og voru um 50 gestir í húsinu að borða um kl 23:15, að því er segir á Facebook síðu lögreglunnar í morgun.

Þónokkuð var af fólki í bænum og sinnti lögreglan einnig ölvunar- og hávaðaútköllum fram undir morgun. Í einu útkallinu fannst lítilræði af fíkniefnum sem hald var lagt á.

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00